Vorferð AD KFUM og KFUK verður farin á fimmtudaginn 16. apríl. Farið verður í Vatnaskóg og lagt af stað frá Holtavegi með rútu kl. 18:00. Í Vatnaskógi verður snæddur kvöldverður. Dagskrá ferðarinnar er í höndum Skógarmanna KFUM en m.a. verður farið í skoðunarferð um svæðið, nýja húsið skoðað og svo verður kvöldvaka. Sr. Sigurður G. Sigurðsson flytur hugleiðingu. Skráning fer fram í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í s. 588 8899 fram að hádegi 15. apríl. Verð í ferðina er kr. 3.000 (innifalið: ferðir, dagskrá, kvöldverður og kvöldhressing í Vatnaskógi).