Það voru þreyttir drengir sem mættu í morgunmat í gærmorgun, enda búnir að vera á fótum langt fram eftir kvöldið áður. Þeir voru vaktir við fiðluleik klukkan 9. Eftir fánahyllingu að loknum morgunmat var morgunstund, þar sem að drengirnir koma saman syngja nokkur lög og forstöðumaður fer yfir efni biblíulestursins. Í gær var það Biblían sjálf sem var til umfjöllunar og spunnust góðar umræður í hópunum eftir morgunstund. Knattspyrnan skipar stóran sess í Vatnaskógi og er þessi flokkur engin undantekning flestir drengjanna eru áhugasamir um fótbolta og öll borðin taka virkan þátt í Svínadalsdeildinni, en hvert borð myndar eitt lið. Frjálsar íþróttir hafa einnig verið vinsælar og féll m.a. skógarmet í 60 metra hlaupi. Í íþróttahúsinu í gær fór fram skákmót og tóku um 30 drengir þátt í því.
Við fengum góða heimsókn í gær frá félögum úr Bindindisfélagi ökumanna, Brautinni, en félagið rekur veltibílinn. Kvöldvakan var á sínum stað klukkan 21.00 og kvöldkaffi klukkan 22.30. Drengirnir voru þreyttir í gærkvöldi og var kominn ró á svæðinu upp úr klukkan 23.00. Veðrið í gær var frekar leiðinlegt svalt og rigning en við létum það ekki á okkur fá.
Í dag er útlit fyrir gott veður og sem stendur er um 10 stiga hiti, léttskýjað og vestan 4 m/s. Í dag er því fyrirhuguð fjallganga og sundferð seinna í kvöld.
Myndirnar eru á sínum stað: http://www.kfum.is/myndir/?g2_itemId=46269.