Söngurinn Táp og fjör og frískir menn kemur í hug þegar hugsað er um þennan hóp drengja. Drengirnir eru fjörugir og hafa gaman af lífinu. Í gær voru þeir vaktir að venju klukkan 8.30 og morgunmatur klukkan 9.00. Drengirnir eru örlítið þreyttari en í upphafi flokksins en það er ekkert óeðlilegt við það. Í gær var margt í boði drengirnir gátu prófað klifurvegginn á staðnum og fengu að spreyta sig í kassaklifri. Bátar voru að sjálfsögðu opnir og Svínadalsdeildinni í knattspyrnu lauk með sigri 6. borð og hefst bikarkeppnin á morgun. Veður var ágætt skýjað en hlýtt. Kvöldvaka var 21.00 og komin var á kvöldró klukkan 23.00.
Í kvöld er fyrirhugað að bjóða upp á miðnæturdagskrá.
Á morgun fá drengirnir því að slaka á og verður þeim sem kjósa boðið að sofa lengur.
Myndir úr flokknum eru hér:http://www.kfum.is/myndir/?g2_itemId=62611.