15. árið í röð býður Vatnsaskógur upp á flokka fyrir feður og syni. Markmiðið er að efla tengsl feðga í frábæru umhverfi með skemmtilegri dagskrá.
Feðgaflokkarnir verða eftirfarandi helgar:

21.-23. ágúst
28.-30. ágúst
4.-6. september

Verð í feðgaflokk er kr. 9.900.- Innifalið í verði er fullt fæði og öll dagskrá. Hægt er að taka rútu í Vatnaskóg og kostar það kr. 2.000.- Rútan leggur af stað frá húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 kl. 17:30 á föstudegi og kl. 14:00 úr Vatnaskógi á sunnudegi.
Dagskrá feðgaflokka 2009
Föstudagur
17:30 Brottför frá Holtavegi 28
(fyrir þá sem fara með rútu)
19:00 Léttur kvöldverður
19:40 Frjáls tími
– Gönguferð
– Bátar
– Íþróttir
– Íþróttahús
21:15 Kvöldhressing í matsal
Kvöldvaka
Bænastund í kapellu
Laugardagur
8:30 Vakið
9:00 Fánahylling og morgunverður
9:30 Biblíulestur
10:00 Fræðsla fyrir feður
10:00 Dagskrá fyrir drengi
í íþróttahúsi
11:15 Frjáls tími
– Bátar
– Smiðjan
– Íþróttahúsið
12:30 Matur
13:00 Frjáls tími
– Íþróttahátíð
– Bátar
– Íþróttahúsið
– Útileikir
16:00 Kaffi
16:30 Frjáls tími
– Hermannaleikur
– Bátar
– Smíðar
– Slökun í heitu pottunum
19:15 Hátíðarkvöldverður
21:00 Hátíðarkvöldvaka
Kvöldkaffi
Bænastund í kapellu
Sunnudagur
9:00 Vakið
9:30 Fánahylling og morgunmatur
10:00 Skógarmannaguðsþjónusta
11:00 Frjáls tími
– Knattspyrna
– Bátar
– Smíðastofa
– Íþróttahús
13:00 Hádegismatur
– Lokastund
– Heimferð