Dagurinn í dag hófst í grenjandi rigningu en sem betur fer stytti upp og síðan var léttskýjað fram eftir degi. Eftir morgunmat var stúlkunum skipt í 3 valhópa þar sem þær áttu að undirbúa messuferð. Í hádegismatinn var hamborgari og franskar og strax eftir hann var pakkað og lagt af stað með rútu inn Hvalfjörðinn. Þar fórum við í sundlaugina að Hlöðum, borðuðum nestið okkar í blíðviðrinu og keyrðum síðan að Svínavatni til sumarbúðanna í Vatnaskógi. Þar héldum við helgistund í kapellunni og síðan mattu stúlkurnar fara á báta og skoða svæðið. Vatnaskógarmenn tóku okkur höfðinglega og buðu okkur að snæða með þeim pylsur um kvöldið. Við þáðum það með þökkum, sungum síðan aðeins fyrir þá og þeir síðan fyrir okkur. Því næst skunduðum við heim og héldum kvöldvökuna undir stjórn Hafdísar foringja með atriði frá Hamraveri. Þóra foringi var með hugleiðingu og síðan var haldið í kvöldkaffi. Dagurinn gekk vel í alla staði og stelpurnar eru þreyttar eftir allan hamaganginn.