Í dag, föstudaginn 18. mars er að hefjast landsmót unglingadeilda KFUM og KFUK í Vatnaskógi. Vegna veðurs og færðar er rétt að upplýsa að allir eru komnir í Vatnaskóg heilu á höldnu.
180 unglingar ásamt leiðtogum munu um helgina njóta samveru og skemmtunar en yfirskrift mótsins er "Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi." Mótsstjórar eru Þór Bínó og Kristný Rós Gústafsdóttir, æskulýðsfulltrúar KFUM og KFUK á Íslandi.