Sjötti flokkur Vatnaskógar hefst á morgun, mánudag, en rétt um 100 drengir verða í Skóginum fram á föstudag.

Foringjar sem annast dagskrá og umönnun drengjanna verða Gunnar Hrafn Sveinsson, Benjamín Pálsson, Matthías Guðmundsson, Kári Þór Arnarsson, Benedikt Guðmundsson, Eiríkur Skúli Gústafsson, Davíð Guðmundsson og Ástráður Sigurðsson.

Eldhúsi og þrifum verður stýrt af Hörpu Schram en henni til aðstoðar verða Anna Pálsdóttir, Anna Laufey Halldórsdóttir, Hjalti Jóel Magnússon og Þórhildur Einarsdóttir.

Þess utan eru ungir matvinnungar á svæðinu, framtíðarleiðtogar í starfi KFUM og KFUK sem koma sem sjálfboðaliðar í skóginn og grípa í hvers kyns verkefni á svæðinu, hvort sem það er aðstoð í gönguferðum, uppvask, smíðar, frágangur og tiltekt á svæðinu eða skipulag leikja undir umsjón foringja. Matvinnungar þessa vikuna verða m.a. Jóel Kristjánsson og Aron Sigurjónsson.

Þá verða Fannar Hannesson, Þórir Sigurðsson og Sigurður Jóhannesson í flokknum og koma að ýmsu daglegu viðhaldi á tækjum og húsnæði.

Yfirumsjón með öllu sem fram fer í Vatnaskógi þessa vikuna er síðan í mínum höndum, ég heiti Halldór Elías Guðmundsson kallaður Elli, en í ár eru 28 sumur síðan ég var fyrst starfsmaður í Vatnaskógi og 37 sumur síðan ég var fyrst drengur í flokk. (Nánar um Halldór).

Við stefnum að því að birta fréttir úr Vatnaskógi hvern dag rétt fyrir hádegi með helstu upplýsingum um hvað er að gerast í skóginum. Fyrsta frétt verður birt á þriðjudag. Ef þú þarft að hafa samband við okkur í Vatnaskógi, er hægt að senda tölvupóst á netfangið elli@vatnaskogur.net.