Í dag er síðasti dagurinn okkar hér í Vatnaskógi og við stefnum á að mæta í bæinn um kl. 14 á Holtaveg 28.
Í gær var haldinn glæsilegur veisludagur þar sem margt var um að vera. Meðal annars fór fram Vatnaskógarvíkingurinn, þar sem hraustir og duglegir drengir fengu að reyna á sig í fjölbreyttum aflraunum. Stemningin var frábær og allir stóðu sig með prýði.
Dagurinn endaði á stórglæsilegri veislukvöldvöku – þakið ætlaði hreinlega að rifna af kofanum af gleði og fjöri! Veitt voru verðlaun fyrir hinar ýmsu keppnir í flokknum og drengirnir voru í skýjunum með daginn.
Vonandi koma strákarnir heim með fullt af góðum minningum – og við vonumst til að sjá sem flesta aftur að ári!
Takk fyrir frábæra daga í skóginum!
Hérna má finna myndir úr flokknum:
https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72177720326748074/with/54579837628