Skógarmenn KFUM ásamt KFUM og KFUK á Íslandi standa fyrir vímulausri fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina undir heitinu Sæludagar í Vatnaskógi.Dagskrá hátíðarinnar er í anda sumarbúðastarfs KFUM og KFUK og á að höfða til flestra aldurshópa. Hægt er að nálgast dagskrá Sæludaga á Sæludagaviðburðinum á Facebook og á slóðinni http://www.vatnaskogur.is/saelaFylgstu með á samfélagsmiðlumSæludagar á Facebook (síða)Sæludagar á Instagram Aðrar upplýsingarVerð á SæludagaFyrir 13 ára og eldri kr. 6.000.-Fyrir 7 til 12 ára kr. 3.000.-Dagsheimsókn kr. 3.000.-Dagsheimsókn – 7-12 ára kr. 1.500.-Ókeypis er fyrir 6 ára og yngri.MiðasalaMiðasala fer fram í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 og einnig í Vatnaskógi um verslunarmannahelgina.Gisting og tjaldstæðiTjaldstæði eru á staðnum og innifalin í verði. Uppbókað er í gistingu en hægt er að bóka á biðlista. Boðið er upp á þann möguleika að tengjast rafmagni fyrir fellihýsi, tjaldvagna o.s.fr.v. Verð fyrir afnot af rafmagni er kr. 2.500.- fyrir alla helgina (ekki fyrir mjög orkufrek tæki).RútuferðirRútuferð í Vatnaskóg verður frá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík á föstudeginum kl. 17:30 og frá Vatnaskógi á mánudeginum kl. 13:30.Verð er 3.000,- kr., báðar leiðir.Þeir sem hyggjast nýta sér rútufar þurfa að panta það fyrir 17:00 fimmtudaginn 28. júlí hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK með því að senda tölvupóst á netfangið skrifstofa@kfum.is eða í síma 588-8899.BílastæðiBílastæði eru vestan við íþróttavöllinn (á malarvelli). Vinsamlega leggið bílum þannig að þeir loki ekki akstursleiðum.MatskálinnMatskálinn er upplýsingamiðstöð Sæludaga. Þar er einnig verslun og matsala.VeitingasalaÍ Matskála er veitingasala. Þar verður seldur matur en einnig hægt að kaupa á grillið sem er fyrir framan Matskála og til almennra afnota.Lambalæri til stuðnings nýbyggingu VatnaskógarÁ laugardagskvöldinu gefst Sæludagagestum kostur á að kaupa gæða-grillað lambalæri og meðlæti til stuðnings byggingu nýs skála í Vatnaskógi.Café LindarrjóðurÍ Birkiskála II (nýbyggingu staðarins) er boðið upp á kaffihús, Café Lindarrjóður.Kaffihúsið er opið föstudag, laugardag og sunnudag frá kl. 15:00.Sturtur og salerniTveir búningsklefar ásamt sturtum eru í íþróttahúsinu. Annar klefinn er merktur konum en hinn körlum. Salerni eru í flestum húsum á svæðinu. Vert er að athuga að salernin eru fyrir bæði kynin og er því fólk beðið um að sýna viðeigandi tillitssemi. Einnig eru útisalerni við íþróttavöllinn.RuslRuslatunnur eru staðsettar á tjaldstæðunum og við Matskálann. Ruslagámur er staðsettur fyrir aftan Matskálann.Hæfileikasýning barnannaAð venju verður hæfileikasýning barnanna á dagskrá, skemmtilegur viðburður fyrir áhorfendur jafnt sem þátttakendur. Sýningin fer fram á sunnudeginum og verður að þessu sinni í tveimur hlutum, fyrri hluti kl. 15:00 og seinni hluti kl. 16:00. Til að auðvelda skipulag er óskað eftir að þátttakendur sendi skráningu á tölvupóstfangið saeludagar@kfum.is fyrir helgina.BátarBátarnir eru opnir frá kl. 10:00 til 20:00. Bátar eru lánaðir án endurgjalds, hálftíma í senn. Bátareglur hanga uppi framan við bátaskýlið. Kynnið ykkur og börnunum þær vel áður en farið er út á bát. Ekki er heimilt að koma með eigin vélknúna báta.Reglur á SæludögumAllir eiga að fá að njóta dvalarinnar. Sýnum tillitssemi og nærgætni í öllum samskiptum.Vatnaskógur er friðlýst skógræktarsvæði. Gangið því vel um og látið allt rusl í þar til gerða dalla.Stranglega bannað er að vera með opinn eld. Þó má að sjálfsögðu nota grill af varkárni.Í Vatnaskógi er ekki gert ráð fyrir mikilli bílaumferð. Ökum því varlega og geymum bílana á malarvellinum, vestan megin við íþróttasvæðið.Sú venja ríkir í Vatnaskógi að ef einhver verður valdur að tjóni, bætir viðkomandi fyrir það.Óheimilt er að vera með hunda eða önnur dýr innandyra.Reykingar eru stranglega bannaðar innandyra.Neysla og meðhöndlun áfengis og annarra vímuefna er stranglega bönnuð og varðar brottrekstri af svæðinu.—Markmið KFUM og KFUK á ÍslandiMarkmiðið er að efla heilbrigði alls mannsins til líkama sálar og anda. Starf KFUM og KFUK er fyrir fólk á öllum aldri og fer fram víða um landið í sumarbúðum æskulýðsmiðstöðvum og kirkjum. Nánari upplýsingar um KFUM og KFUK er að finna á vefsvæðinu www.kfum.is.Skógarmenn KFUMSkógarmenn standa fyrir starfi KFUM í Vatnaskógi. Í Vatnaskógi er starfsemi allt árið um kring. Á sumrin er boðið upp á vikudvöl fyrir drengi á aldrinum 9-17 ára. Boðið er upp á helgardagskrá fyrir feðga og feðgin, fjölskylduflokk að sumri og vetri og Heilsudaga karla í september. Á veturna eru fermingarnámskeið, leikskóladagskrá og skólabúðir í Vatnaskógi.—#saeludagar2019 #kfumkfukiceland