Sæludagar 2022

Eins og flest undanfarin ár þá standa Skógarmenn KFUM standa fyrir vímulausri fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina undir heitinu Sæludagar í Vatnaskógi. Dagskrá hátíðarinnar er í anda sumarbúðastarfs KFUM og KFUK og á að höfða til ­flestra aldurshópa. Dagskrá Sæludaga má finna með því að smella á dagskrá efst á síðunni.

 Verðskrá

  • Helgarpassi fyrir 16 ára og eldri      7.500 krónur
  • Helgarpassi fyrir 7 til 15 ára             4.500 krónur
  • Dagspassi fyrir 16 ára og eldri.        4.500 krónur
  • Dagspassi fyrir 7 til 15 ára.               2.000 krónur
  • Frítt fyrir 6 ára og yngri.

Miðasala

Tjaldsvæði

Tjaldsvæði eru á staðnum, verða merkt og eru innifalin í verði.
Boðið er upp á þann möguleika að tengjast rafmagni fyrir fellihýsi, tjaldvagna o.s.fr.v.
Vinsamlega geymið ekki bíla á tjaldsvæðum.
Verð fyrir afnot af rafmagni er kr. 2.500.- fyrir alla helgina.

Bílastæði

Vinsamlega leggið bílum þannig að þeir loki ekki akstursleiðum. Flest bílastæði eru vestan við íþróttavöllinn á malarvelli

Matskálinn

Matskálinn er upplýsingamiðstöð Sæludaga. Þar er einnig verslun og veitingasala. Þar er seldur matur en einnig hægt að kaupa á grillið sem er fyrir framan Matskála og til almennra afnota.

Lambalæri til stuðnings uppbyggingu í Vatnaskógi

Á laugardagskvöldinu gefst Sæludagagestum kostur á að kaupa gæða-grillað lambalæri og meðlæti til stuðnings nýjum matskála í Vatnaskógi.

 Café Lindarrjóður

Í Birkiskála er kaffihús, Café Lindarrjóður. Þar er hægt að fá nýbakað góðgæti úr bakaríi Vatnaskógar. Kaffihúsið er opið alla daga frá kl. 15:00.

Rusl

  • Ruslatunnur eru staðsettar víða um svæðið – vinsamlega ­flokkið.
  • Ruslagámur er staðsettur fyrir aftan Matskálann.

Sturtur og salerni

Tveir búningsklefar ásamt sturtum eru í íþróttahúsinu. Annar klefinn er merktur konum en hinn körlum. Salerni eru í ­flestum húsum á svæðinu. Vert er að athuga að salernin eru fyrir bæði kynin og er fólk því beðið um að sýna viðeigandi tillitssemi. Einnig eru útisalerni á nokkrum stöðum á svæðinu.

Hæfileikasýning barnanna

Að venju verður hæfileikasýning barnanna á dagskrá. Skemmtilegur viðburður fyrir áhorfendur jafnt sem þátttakendur. Sýningin fer fram á sunnudeginum kl. 15:00. Til að auðvelda skipulag er gott að þátttakendur skrái sig með því að senda póst á tölvupóstfangið vatnaskogur@kfum.is fyrir helgina einnig er hægt er að skrá sig á laugardeginum í Matskála frá kl. 10:30 – 13:00.

Bátar

Bátarnir eru opnir frá kl. 10:00 til 20:00. Bátar eru lánaðir án endurgjalds, hálftíma í senn. Bátareglur hanga uppi framan við bátaskýlið. Kynnið ykkur og börnunum þær vel áður en farið er út á bát. Athugið að ekki er heimilt að koma með eigin báta. Í boði eru árabátar, hjólabátar og kanóar.

KFUM og KFUK á Íslandi

Markmið KFUM og KFUK er að e­fla heilbrigði alls mannsins til líkama, sálar og anda. Starf KFUM og KFUK er fyrir fólk á öllum aldri og fer fram víða um landið í sumarbúðum, æskulýðsmiðstöðvum og kirkjum. Nánari upplýsingar um KFUM og KFUK er að finna á www.kfum.is.

Skógarmenn KFUM

Skógarmenn standa fyrir starfi KFUM í Vatnaskógi. Í Vatnaskógi er starfsemi allt árið um kring. Á sumrin er boðið upp á dvalarflokka fyrir drengi á aldrinum 9-17 ár og stúlkur á aldrinum 12 – 17 ára. Boðið er upp á helgarflokka fyrir feðga, feðgin, fjölskyldur, mæður og karla. Á veturna eru fermingarnámskeið, leikskóla dagskrá og skólabúðir í Vatnaskógi