Forsíða2020-03-03T23:39:27+00:00

Sumarbúðir KFUM og KFUK í Vatnaskógi eru í Svínadal í Hvalfjarðarsveit rétt um 80 km frá Reykjavík. Vatnið, skógurinn og fjöllin í kring bjóða upp á ótæmandi möguleika til spennandi útiveru og leikja. Á svæðinu er auk þess stórt íþróttahús, fótbolta- og frjálsíþróttavellir, smíðaverkstæði og bátar.

Umhverfis Vatnaskóg eru margir forvitnilegir staðir sem gaman er að skoða. Þar fá börnin tækifæri til að prófa nýja hluti og fá útrás fyrir hugmyndaflug og ævintýraþrá. Öll kvöld enda með kvöldvöku þar sem brugðið er á leik og sungið. Auk þess er kafli úr Guðs orði hugleiddur kvölds og morgna.

Í hefðbundnum vikuflokki að sumri er boðið upp á fjölbreytta dagskrá við allra hæfi.  Meðal dagskráratriða eru bátsferðir, stangveiði, skógarferðir, gönguferðir, knattspyrnu, körfubolta, frjálsar íþróttir, bandý, hermannaleik og borðtennis. Sérhannaðir kassabílar hafa líka notið mikilla vinsælda.

Í hverjum flokki í Vatnaskógi dvelja 95 börn.  [Meira…]

Sumarbúðablað KFUM og KFUK

20. febrúar 2020|

Sumarbúðablað KFUM og KFUK með upplýsingum um dvalarflokka sumarið 2020 er komið út. Skráning í sumarbúðir félagsins hefst fimmtudaginn 3. mars kl. 13:00 á vefnum www.sumarfjor.is. Hægt er að skoða blaðið fyrir vefvafra frá issuu.com með að smella hér.  Hægt er [...]

Unglingaflokkur – Fjórða frétt, EL Finale

18. ágúst 2019|

Það er komið að lokum hér í Vatnaskógi þetta sumarið. Þetta er síðasti hefðbundni dvalarflokkurinn en framundan eru fermingarnámskeið og helgarflokkar. Í gær var veisludagur. Við héldum Pride daginn hátíðlegan með Vatnaskógur-Pride göngu frá íþróttavellinum og að gamla skála þar [...]

Unglingaflokkur – Þriðja frétt

15. ágúst 2019|

Í nótt var boðið upp á að gista úti undir berum himni. 70% af flokknum þáði það. Þau klæddu sig vel, tóku svefnpoka og kodda og lögðu af stað út í skógarkirkjuna í Vatnaskógi. Unglingarnir sem sváfu úti sofnuðu rétt [...]

Unglingaflokkur – Önnur frétt

14. ágúst 2019|

Unglingaflokkur heldur áfram hér í Vatnaskógi. Í dag skín sólin og norðaustanáttin er ekki eins sterk og síðustu daga. Við ætlum að reyna hafa vatnafjör og stuð eftir hádegi þrátt fyrir smá kulda. Við höfum þá reglu að ef þú [...]

Unglingaflokkur – Fyrsta frétt

13. ágúst 2019|

Í gær komu um 40 unglingar í Vatnaskóg, strákar og stelpur. Þau munu njóta þess að vera hér í Vatnaskógi í sjö daga. Þetta er lengsti flokkur sumarsins. Fyrsti dagurinn var með hefðbundnu sniði. Við fengum sænskar kjötbollur í hádegismatinn. [...]

Lokadagur 10. flokks í Vatnaskógi

9. ágúst 2019|

Framundan er lokadagur 10. flokks í Vatnaskógi. Dagskráin verður fjölbreytt og byrjar með morgunstund í Gamla skála að loknum morgunverði og fánahyllingu, en á stundinni verður horft á stutta fræðslumynd um líf og starf Sr. Friðriks Friðrikssonar. Að myndinni lokinni [...]

Veisludagur 10. flokks í Vatnaskógi

8. ágúst 2019|

Framundan veisludagur í Vatnaskógi. Að morgni dags verður boðið upp á brekkuhlaup, sem er 1.6 km hlaup upp að hliðinu að staðnum. Eftir hádegi verður drengjunum boðið upp á fjölbreytta dagskrá með frjálsum íþróttum, hægt verður að spila körfubolta í [...]

Í upphafi annars dags í 10. flokki

7. ágúst 2019|

Fyrsti dagurinn hér í skóginum gekk eins og í sögu, boðið var upp á leiki, knattspyrnu, kúluvarp og báta. Fjölmargir drengir nýttu tækifærið og stukku út í vatnið og nutu góða veðursins niður við bryggju fyrri hluta dagsins. Óformleg könnun [...]

10. flokkur sumarsins hefst í dag

6. ágúst 2019|

Tíundi flokkur í Vatnaskógi hefst síðar í dag, 6. ágúst. Á svæðinu þessa vikuna verða tæplega 50 drengir og rúmlega 15 starfsmenn og sjálfboðaliðar. Fyrir foreldra og forráðamenn sem eru ennþá að skipuleggja ferðina og pakka með aðstoð drengjanna, þá [...]

Lokadagur 9. flokks í Vatnaskógi

30. júlí 2019|

Framundan er lokadagur 9. flokks í Vatnaskógi. Dagskráin verður fjölbreytt og byrjar með kvikmyndasýningu í Gamla skála að loknum morgunverði og fánahyllingu. Að myndinni lokinni munu drengirnir pakka í töskur. Þá tekur við frjáls dagskrá fram til hádegis, bátar og íþróttahúsið [...]

Veisludagur í Vatnaskógi

29. júlí 2019|

Í dag er veisludagur í Vatnaskógi. Á veisludegi í dag verður boðið upp á brekkuhlauð, sem er 1.6 km hlaup upp að hliðinu að staðnum. Nú í morgunsárið er einnig boðið upp á úrslitaleikinn í Kristalbikarnum í Vatnaskógi. Eftir hádegi [...]

Það var heitt í Vatnaskógi í gær

28. júlí 2019|

Veðrið hér í Vatnaskógi eftir hádegi í gær, laugardag, setti dagskrá flokksins úr skorðum, enda var óvenjuheitt og rakt loft ásamt algjöru kyrralogni hér um tíma. Til að bregðast við þessum mjög óvenjulegu veðuraðstæðum ákváðum við að hafa vatnafjör niður [...]

Þá hefst þriðji dagur 9. flokks

27. júlí 2019|

Eftir skemmtilegan dag í gær, með fjölbreyttri dagskrá er komið að þriðja dag flokksins. Framundan er spennandi dagur með spennandi viðburðum sem endar með kvikmyndakvöldi, þar sem horft verður á ævintýramynd tengdri dagskrá dagsins. Annars er óhætt að segja að [...]

Að morgni annars dags í 9. flokki

26. júlí 2019|

Fyrsti dagurinn hér í skóginum gekk eins og í sögu, boðið var upp á leiki, knattspyrnu, kúluvarp og báta. Drengirnir léku sér á kassabílum og kíktu á smíðaverkstæðið eftir kvöldmat. Þeir tóku duglega til matar síns, enda boðið upp á [...]

50 drengir á leið í Vatnaskóg á morgun

24. júlí 2019|

Níundi flokkur í Vatnaskógi hefst í fyrramálið, 25. júlí. Á svæðinu þessa vikuna verða 50 drengir og tæplega tuttugu starfsmenn og sjálfboðaliðar. Fyrir foreldra og forráðamenn sem eru ennþá að skipuleggja ferðina og pakka með aðstoð drengjanna, þá eru allar [...]

8.flokkur – Dagur 6 (Heimferðardagur)

24. júlí 2019|

Vakning í morgun kl 9:30. Það verður erfiðara að vakna með hverjum deginum. Morgunmatur (morgunkorn) kl 10 og morgunstund í beinu framhaldi. Þar horfum við á stutta mynd um líf og starfs sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda Vatnaskógar. Svo fóru allir [...]