Gullmerki Skógarmanna KFUM er veitt einstaklingum sem reynst hafa starfinu í Vatnaskógi framúrskarandi vel. Það er hugsað sem táknrænn þakklætisvottur fyrir óeigingjörn störf, hlý kveðja frá öllum þeim sem notið hafa góðs af þeim kærleiksverkum sem þessir einstaklingar hafa lagt af mörkum til starfsins.

Margir aðrir velunnarar Vatnaskógar sem gengnir eru, konur og karlar, hefðu einnig átt skilið að fá gullmerki Skógarmanna. Blessuð sé minning þeirra.

Kristján Sighvatsson
Kristján Sighvatsson (1884-1974) var útnefndur heiðursfélagi Skógarmanna áður en Gullmerki Skógarmanna kom til sögunnar. Kristján var leiðtogi í fyrsta hópnum sem kom í Vatnaskóg 1923 og studdi starfið með ráð og dáð alla ævi.

Til þessa hafa alls átján einstaklingar fengið gullmerki Skógarmanna. Þeir eru:

Afhent 1983

Kristín Guðmundsdóttir (1914–2005). Ráðskona í Vatnaskógi í 40 ár (1944–1983).

Afhent 2. júlí 1999 þegar 1. áfangi Birkiskála I var tekinn í notkun

Árni Sigurjónsson (1916–1999). Í stjórn Skógarmanna 1936–1974, þar af formaður 1947–1972. Fleyg orð: „Vatnaskógur var mér ástríða!“
Ástráður Sigursteindórsson (1915 –2003). Í stjórn Skógarmanna 1936–1951, þar af formaður 1936–1947. Í forsvari þegar Gamli skáli var reistur 1939–1943.
Jónas Guðmundsson (f. 1944). Vinnuvélastjóri Bjarteyjarsandi. Gaf Skógarmönnum jarðvinnu við endurbyggingu íþróttasvæðis (1990–1993) og grunn fyrri álmu Birkiskála (1995–1996). – Reyndar gaf Jónas einnig jarðvinnu við grunn seinni álmu Birkiskála (2007-2008)

Afhent 15. september 2000 við verklok á Birkiskála I

Friðbjörn Agnarsson (1934 –2007). Í stjórn Skógarmanna 1955–1983, þar af formaður 1972–1983. Aðalhvatamaður að byggingu íþróttahúss og Lerkiskála.
Hafsteinn Halldórsson (f. 1939). Í stjórn Skógarmanna 1965–1983. Sá um rafmagnsmál staðarins til fjölda ára.
Leifur Hjörleifsson (f. 1935-2017). Í stjórn Skógarmanna 1957–1977, þar af varaformaður 1959–1977. Yfirsmiður, ásamt Guðbjarti Andréssyni, að matskálanum sem reistur var 1964–1968.
Sverrir Axelsson (f. 1927). Í stjórn Skógarmanna 1974–1979. Lagði og hafði um árabil umsjón með veitukerfi staðarins.

Afhent 17. febrúar 2007 á 60 ára afmælisdegi Stefáns

Stefán Sandholt (f. 1947). Í stjórn Skógarmanna 1983–2000.

Afhent 25. október 2007 á 75 ára afmælisdegi Kristjáns

Kristján Búason (f. 1932). Starfaði um tíma við hlið Magnúsar Runólfssonar í Vatnaskógi og sem forstöðumaður í þrjátíu flokka 1977–1983. Hann mótaði sumarstarfið á þessum árum og kom með ýmsar nýjungar sem starfið býr enn að.

Afhent 9. maí 2009 á risgjöldum Birkiskála II

Bjarni Ólafsson (f. 1923 d. 2011). Í stjórn 1944–1950. Teiknaði og tók þátt í að byggja kapelluna sem vígð var 24. júlí 1949 og bátaskýlið sem reist var 1956–1962.

Afhent 14. september 2013 við verklok 1. áfanga Birkiskála II

Þórir S. Guðbergsson  (f. 1938). Starfaði árin 1957 til 1964  í Vatnaskógi bæði sem foringi og einnig sem forstöðumaður og vann mjög óeigingjarnt starf í þágu starfssins.

Afhent 15. október 2014 í afmælisveislu Þóris Sigurðsonar

Þórir Sigurðsson  (f. 1944). Hefur starfað í Vatnaskógi frá unga aldri bæði sem sjálfboðaliði og síðan sem fastur starfsmaður – ráðsmaður síðan 1992. Þórir hefur auk hefðbundinna starfa unnið að hanna og smíða leiktæki sem hafa síðan sett skemmitlegan svip á staðinn má þar nefna ýmsa báta og kassabíla.  Þórir átti sæti í stjórn Vatnaskógar (frá árinu 1977 – 1984).


Afhent á vígsludegi Birkiskála II, 27. maí 2018

Heiðrún Sveinbjörnsdóttir (f. 1948), frá Eystra Miðfelli, ráðskona að hausti og vetri í 13 ár, fyrir óeigingjörn störf og umhyggju fyrir starfinu Vatnaskógi.

Hans Gíslason (f. 1949), sat í stjórn Vatnaskógar í sjö ár, þar af formaður í eitt ár, 1984, ötull hvatningar- og framkvæmdamaður við uppbygginu á staðnum.

Ragnar Baldursson (f. 1950), sat í stjórn Skógarmanna árin 1979 til ’85. Í byggingarnefnd og byggingastjóri Birkiskála 1 og ötull sjálfboðaliði.

Sigurður Jóhannesson, (f. 1945), sjálfboðaliði til margra ára, hefur sinnt uppbygginu og viðhaldi af einstakri trúmennsku.

Albert Ebenezer Bergsteinsson (f. 1952), foringi í Vatnaskógi í fjölmörg sumur, sjálfboðaliði, stuðningsmaður og reddari Vatnaskógar á mörgum sviðum.


Afhent er fyrsta skóflustungan fyrir nýjum Matskála var tekin þann 17. ágúst 2022

Gunnar Jóhannes Gunnarsson (f. 1950), fyrir ómetanleg störf sem foringi, forstöðumaður og öflugur sjálfboðaliði í fjölbreyttum verkum.

Sigvaldi Björgvinsson (f. 1963),  fyrir ómetanleg störf sem foringi og forstöðumaður í áraraðir, í stjórn Vatnaskógar árin 1985 – 1990.

Sigurbjörn Þorkelsson (f. 1964), fyrir ómetanleg störf sem forstöðumaður í áraraðir og öflugur stuðningsmaður Vatnaskógar.

 

Kristján Sighvatsson

Kristján Sighvatsson

Kristján Sighvatsson (1884-1974) var útnefndur heiðursfélagi Skógarmanna áður en Gullmerki Skógarmanna kom til sögunnar. Kristján var leiðtogi í fyrsta hópnum sem kom í Vatnaskóg 1923 og studdi starfið með ráð og dáð alla ævi.

Kristín Guðmundsdóttir

Kristín Guðmundsdóttir

Kristín Guðmundsdóttir (1914–2005). Ráðskona í Vatnaskógi í 40 ár (1944–1983).

Afhent 1983