Í Vatnaskógi er margt hægt að gera, vatnið, skógurinn og fjöllin í kring bjóða upp á ótæmandi möguleika til spennandi útiveru og leikja. Á svæðinu er auk þess stórt íþróttahús, fótbolta- og frjálsíþróttavellir, smíðaverkstæði og bátar.

Umhverfis Vatnaskóg eru margir forvitnilegir staðir sem gaman er að skoða. Þar fá strákarnir tækifæri til að prófa nýja hluti og fá útrás fyrir hugmyndaflug og ævintýraþrá.

Dagskráin

Hver dagur hefst með morgunverði, fánahyllingu og morgunstund. Eftir morgunstundina er margt í boði.

Bátar og vatnafjör

Þar er hægt er að prufa fjölbreyttan bátaflota Vatnaskógar meðal annars róðrabáta kanóa og hjólabáta sem vekja alltaf mikla lukku. Á vatninu er líka ýmis leiktæki. Róðrakeppni og að skella sér í kalt Eyrarvatnið er ómissandi hluti af vatnafjörinu. Stangveiði er vinsæl og margir efnilegir veiðimenn hafa rennt eftir vænum silung.

Smíðastofa

Í Bátaskýli staðarins er smíðastofa þar sem dvalargestir geta smíðað einfalda hluti aðallega úr umhverfi Vatnaskógar.

Íþróttir

Í hverjum flokki er dvalargestum boðið að taka þátt í nokkrum greinum frjálsra íþrótta, spjótkast, langstökk, hástökk kringlukast, kúluvarp eru meðal þeirra greina sem í boði eru auk þess eru 60 m. 400 m. 1500 m. hlaup og að ógleymdum brekkuhlaupi sem um um 2 km. og víðavangshlaupi sem er um 4 km hlaup í þar sem hlaupið er umhverfis Eyrarvatn. Auk hefðbundinna íþrótta er farið í útileiki af ýmsu tagi.

Knattspyrna

Knattspyrna er ávallt mjög vinsæl, heilt knattspyrnumót í hverjum flokki og margra annarra leikja og knattspyrnuviðburða.

Innileikir

Í íþróttahúsi staðarins er margt í boði, körfubolti, bandý, borðtennismót, þythokkýmót, billjardmót, skák og fleira.

Hoppukastalar

Á staðnum eru líka hoppukastalar af ýmsum gerðum sem blásnir eru upp þegar þörf þykir.

Útisvæði

Á staðnum er íþróttavöllur, knattspyrnuvellir og umhverfis staðinn er um 200 hektara skógur og hentar vel til útileikja, auk þess eru á staðnum sérhannaðir kassabílar, stangartennis og fleiri útleiktæki. Vinsælt er að fara í langar og stuttar gönguferðir enda gefur umhverfi Vatnaskógar gott tækifæri til þess.

Matartímar

Á hverjum degi er borðað með reglulegu millibili. Morgunmatur, hádegismatur, síðdegishressing, kvöldmatur og kvöldhressing eru í boði á hverjum degi.

Kvöldvökur

Öll kvöld enda með kvöldvöku þar sem brugðið er á leik og sungnir hressir sumarbúðasöngvar. Auk þess er kafli úr Guðs orði hugleiddur kvölds og morgna.