Almennar upplýsingar

Þjónustumiðstöð
Þjónustumiðstöð – verslun opin frá 9:00 – 24:00
Morgunverðarhlaðborð frá 9:00 – 10:30
Heitur matur í hádeginu frá 12:00 – 13:00
Grill til afnota fyrir alla frá 18:00 – 20:00

Afþreying og leiktæki
Bátar til útláns frá 10:00 – 20:00
Hoppukastalar opnir frá 11:00 – 20:00
Leiktæki í íþróttahúsi opin frá 10:00 – 22:00

Reglur á Sæludögum
Neysla og meðhöndlun áfengis og annara vímuefna er óheimil og varðar brottrekstri af svæðinu.
Óheimilt að vera með hunda eða önnur dýr innandyra.
Vatnaskógur er friðlýst skógræktarsvæði. Göngum vel um svæðið.
Óheimilt er að leggja bílum á tjaldsvæðum.
Sýnum tillitssemi og nærgætni í öllum samskiptum.

Miðasala
Miðsala fer fram inn á Klik.is og hefst 1. júlí kl. 12:00
Nánari upplýsingar má inná á Vatnaskogur.is

Verð:
Helgarpassi f. 18 ára og eldri: kr. 10.900.-
Helgarpassi f. 12 – 17 ára: kr. 6.900.-
Dagpassi f. 18 ára og eldri kr. 6.000.-
Dagpassi f. 3.500.- 12 til 17 ára
Rafmagn 4.000.- öll helgin

Tjaldsvæði
Tjaldsvæði eru á staðnum og innifalin í verði.
Boðið er upp á að tengjast rafmagni.
Verð fyrir afnot af rafmagni er kr. 4.000.- f. alla helgina.
Óheimilt er að geyma bifreiðar á tjaldsvæðum yfir helgina.
Ró eftir kl. 24:00 á öllum tjaldsvæðum.

Bílastæði
Flest bílastæði eru vestan við íþróttavöllinn á malarvelli,
einnig er hægt að leggja bílum
meðfram vegi (sjá á korti).
Vinsamlegast
leggið bílum ekki fyrir akstursleiðum.

Matskálinn – þjónustumiðstöð
Matskálinn er þjónustumiðstöð Sæludaga.
Þar
er opið frá 9:00 – 24:00 um helgina.
Þar er einnig verslun og veitingasala.

Café Lindarrjóður
Í Birkiskála er kaffihúsið Café Lindarrjóður.
Þar er hægt að fá kaffi frá klukkan 10:00.
Frá
klukkan 14:00 er boðið upp á nýbakað góðgæti úr bakaríi Vatnaskógar.

Lambalæri til stuðnings nýjum matskála í Vatnaskógi
Á laugardagskvöldinu gefst gestum kostur á að
kaupa gæða-grillað lambalæri og meðlæti til
stuðnings byggingar á nýjum matskála í Vatnaskógi.

Hæleikasýning barnanna
Öll börn geta tekið þátt í hæleikasýningu
barnanna og sýnt hvers kyns kúnstir.
Sýningin
fer fram á sunnudeginum kl. 14:00.
Skráning fer fram á laugard. í þjónustumiðstöðinni á milli 10:30-12:00.
Mikilvægt er að skrá sig fyrirfram til að geta tekið þátt.

Gospelsmiðja
Um helgina býðst börnum og fullorðnum að
taka þátt í gospelsmiðju, þar sem skemmtileg
lög eru æfð og sungin undir leiðsögn Áslaugar
Helgu Hálfdánardóttur og Matthíasar V.
Baldurssonar. Afraksturinn er svo sýndur í
fjölskyldumessu á sunnudeginum.

Skógarmenn KFUM
Skógarmenn standa fyrir starfi KFUM í
Vatnaskógi og er starfsemi allt árið um kring.
Á sumrin er boðið upp á dvalarflokka
fyrir börn og unglinga. Boðið er upp á
helgarflokka fyrir feðga, feðgin, fjölskyldur, mæður og karla.

Á öðrum árstímum eru fermingarnámskeið,
leikskóladagskrá og skólabúðir í Vatnaskógi.