Nú er 3. flokkur Vatnaskógar langt kominn. Mikið hefur drifið á daga okkar, endað mikið í boði fyrir hressa stráka. Í gær var uppblásið vatnstrambólín sett út á Eyrarvatn við mikla kátínu drengjanna. Vatnið hefur haft mikið aðdráttarafl og mikið sullað og siglingar stundaðar af kappi.

Í þróttahúsinu hefur verið boðið  uppá ótrúlegustu keppnir þar má nefna borðtenniskúlublástur, besta tímaskynið, nándarkeppni í poolskoti og stinger (körfuboltakeppni). Auk þess eru hefðbundnar greinar m.a. knattpyrnuspil, hefðbundið pool, skák, þythokký ofl.

Í dag verður farið í Oddakot (baðströnd við enda vatnsins) í hermannaleik sem er  klemmuleikur þar sem menn reyna að ná klemmunni af hvorum öðrum.

Maturinn: Í dag verður fiskréttur í hádegisverð.

Veðrið: Nánast logn og bjart hiti um 19°

Bestu kveðjur úr Vatnaskógi.

Myndir frá gærdeginum (smellið á myndina) – fleiri koma í dag!

http://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/7419357902/in/photostream

Ársæll forstöðumaður (þetta er þó ekki hann, heldur Davíð á 6. borði).