Ákafir ungir menn

Í dag var boðið upp á fjársjóðsleit eftir hádegismat og eru nokkrar myndir af því þegar þeir komu með fjársjóðinn í mark. Eins og þið sjáið eru þeir flestir alvörugefnir á svip, enda voru þeir spenntir að vita hvað fjársjóðurinn hafði að geyma. Í kassanum var gjafabréf fyrir vinningsliðið en það hljóðaði upp á íspinna eftir kvöldmatinn.  Eftir kaffi var boðið upp á leik sem kallast orusta en hann fer fram í hoppköstulum sem blásnir voru upp í íþróttahúsinu. Þetta er afbrigði af skotbolta, bara með miklu fleiri boltum og flóknari reglum. Svo eru líka myndir af kvöldvöku kvöldsins.

Hérna má finna nýjar myndir frá því í dag: http://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/7503803774/in/set-72157630405486858/