Fjölskylduflokkur að sumri verður  í Vatnaskógi dagana 13. til 15. júlí n.k.

Í fjölskylduflokkum er mikil áhersla lögð á notalegt andrúmsloft. Þar gefst fjölskyldunni tækifæri til að eiga góðan tíma saman í fallegu og afslöppuðu umhverfi.

Engar áhyggjur af matseld né uppvaski – starfsmenn Vatnaskógar dekra við ykkur.

Einu vandamál helgarinnar gætu orðið að velja hvort spila eigi borðtennis og þythokký eða fara út á bát,  áður en farið er í heita pottinn eða öfugt!

Dagskráin verður í senn skemmtileg og uppbyggileg.

Skógarmannakvöldvökurnar verða á sínum stað með kraftmiklum söng, mögnuðum skemmtiatriðum og andlegu veganesti. Bátar, íþróttahúsið, föndursmiðja og hæfileikasýning slá alltaf í gegn hjá börnunum.

Gert er ráð fyrir því að hver fjölskylda hafi sér herbergi og geti því notið tímans í Vatnaskógi á eigin forsendum í bland við skemmtilega dagskrá.

Útbúnaður Rétt er að hafa búnað til útiveru s.s. stígvél eða gönguskó, regngalla, föt til skiptanna, húfu, stuttbuxur, sundföt (f. þá sem vilja fara í heita potta) og íþróttaskó til notkunar í íþróttahúsi og annað sem þið teljið nauðsynlegt.  Einnig þarf að vera með sæng eða svefnpoka og kodda.

Skráning og upplýsingar:

Hægt er að skrá sig á skráning.kfum.is og einnig í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK, Holtavegi 28, s.588 8899 (alla virka daga kl. 9 – 17)

Fjölskylduflokkur er tilvalin fyrir fjölskyldur stórar sem smáar til að…

  • njóta þess að vera saman.
  • fara í gönguferðir í fallegu umhverfi.
  • leika sér í íþróttum og leikjum.
  • vera með á Skógarmannakvöldvökum.
  • taka þátt í fræðslustundum.
  • skapa í listasmiðjunni.

Dagskrá helgarinnar

Föstudagur 13. júlí

19:00 Kvöldverður
20:00 Bátar, íþróttahúsið er opið, gönguferð um svæðið
21:00 Kvöldvaka í Gamla Skála
– Bænastund í kapellu
– Íþróttahúsið opið
– Matsalurinn opinn

Laugardagur 14. júlí

08:30 Vakið
09:00 Morgunverður
09:30 Morgunstund
–  Biblíulestur
– Fræðslustund foreldra
– Leikstund
– Íþróttahúsið opið
– Smíðastofan
12:00 Hádegismatur
13:00 Frjáls tími
– Gönguferð
– Smíðastofan og bátar opnir
– Íþróttahúsið opið
15:00 Síðdegiskaffi
15:30 Frjáls tími
– Kassabílar
– Frjálsar íþróttir
– Íþróttir og leikir í íþróttahúsi
– Undirbúningur fyrir hæfileikasýningu á kvöldvöku
– Heitir pottar við íþróttahús
19:30 Hátíðarkvöldverður – veislukvöld
19:30 Kvöldvaka
21:00 Kvöldganga (stutt ganga sem endar í Kapellunni með bænastund)
21:00 Matsalurinn opinn fram eftir kvöldi

Sunnudagur 15. júlí

Frá kl. 09:30 – 10:30 Morgunverður
10:00 Íþróttahúsið opið
11:00 Útivera m.a. bátar
12:00 Fjölskylduguðsþjónusta
Umsjón Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson
13:00 Hádegismatur
14:00 Brottför