http://www.dv.is/media/news/story/image/DV1009163419_jpg_960x960_q99.jpg?entry=73913
http://www.althingi.is/myndir/mynd/thingmenn/198/org/mynd.jpghttp://profile.ak.fbcdn.net/hprofile-ak-snc6/188107_280707879666_2047576516_n.jpg

 

Herrakvöld KFUM verður haldið fimmtudaginn 1. nóvember í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28. Herrakvöldið er fjáröflunarkvöld fyrir nýbygginguna í Vatnaskógi og hefst með borðhaldi stundvíslega kl. 19:00.

Dagskrá herrakvöldsins verður glæsileg að venju. Feðgarnir Herbert Guðmundsson  og Svanur Herbertsson taka lagið, Einar einstaki sýnir töfrabrögð, Guðni Ágústsson f.v. alþingismaður og ráðherra verður ræðumaður kvöldsins og Sr. Gunnar Sigurjónsson flytur hugvekju kvöldsins. Veislustjórar verða Ársæll Aðalbergsson og Sigurbjörn Þorkelsson

Maturinn verður ekki af verri endanum en yfirkokkar verða þeir Zoegafeðgar. Hægt er að sjá matseðilinn hér fyrir neðan.

Verð á herrakvöldið er 4.500 krónur.

Skráning fer fram á Holtavegi 28 í síma 588-8899 eða á netinu  http://skraning.kfum.is/Slot.aspx?id=707

Matseðill Herrakvölds KFUM

Forréttur: Ævintýri úr viðum hafsins.
Aðalréttur úr baklandi landbúnaðirns: Fylltur lambahryggur með léttgrillðum jarðeplum og meðlæti
Eftirréttur: Skyrterta bóndans