Fyrsti fiskurinn

Fyrsti fiskurinn

Hér koma fréttir frá 3. flokki Vatnaskógar.

Það eru 97 frábærir drengir í flokkunum og gengur allt vel.

Dagskráin: Fjör, mikil dagskrá og drengirnir almennt duglegir að taka þátt. Íþróttirnar eru fyrirferðamiklar hjá mörgum þá sérstkaklega fótboltinn en aðrir hafa lagt áherslu á smíðar og báta og sumir skellt sér í ískalt vatnið fengið að vaða. Þess má geta að nú þegar hefur tveir glæsilegir urriðar verið landað, það eru alfabrögð.

Maturinn: Það er mikið borðað í Vatnaskógi. Í gær fengu menn, fisk í raspi i hádegismat og ekta íslenst skyr í kvöldmat. Í dag fengu menn ljúfengt lagsaga í hádegismat.

Veðrið: Veðrið er búið að vera þokkalegt. Í gær voru smá skúrir, bjart á milli, hlýtt og nánst logn. Í dag miðvikudag er 13°hiti, bjart (stundum sól), og smá gjóla úr norðri fyrir hádegi en komið logn eftir hádegi. Frábært veður bæði fyrir báta og aðra útiveru.

Kvöldin:  Kvöldvaka er klukkan 20:30, þar skemmta piltarnir sér vel við Skógarmannasöngva, horfa á leikrit og hlusta á spennandi framhaldsögu. Kvöldvökunni lýkur með hugvekju út frá Guðs orði. Á eftir kvöldvöku er kvöldhressing síðan fara þeir sem vilja í Kapellu Vatnaskógar þar sem boðið er uppá bænastund.

Bestu kveðjur úr Vatnaskógi.

Fyrstu myndirnar ….SMELLIÐ HÉR

http://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/9083245241/in/set-72157634209597381/

Ársæll forstöðumaður