Hér koma fleiri fréttir frá 3. flokki Vatnaskógar.
Það er óhætt að segja að allt gangi mjög vel. Frábær hópur af hressum og skemmtilegum strákum sem dvelja í Vatnaskógi núna.
Skógarmenn: Í dag fimmtudag eru drengirnir búnir að gista í tvær nætur í flokki á vegum Skógarmanna og fá því sæmdarheitið Skógarmenn.
Dagskráin: Margir hafa tekið þátt í íþróttum, knattspyrnu, verið á smíðastofunni, farið í íþróttahúsið, verið í útileikjum, á kassabílum, í billiard, borðtennis, fótboltaspili, gripið í bók eða blað osv.frv. Alltaf nóg við að vera í Vatnaskógi. Skógurinn heillar enda ævintýraheimur útaf fyrir sig. Í gær var einnig blásið upp risa „hoppukastalamark“ sem var notað til æfa markmannstilþrif og hoppa dálítið. Í dag verður farið í hinn sívinsæla hermannaleik sem er í raun skemmitlegur klemmuleikur þar sem menn eru að reyna að ná klemmu af andstæðingnum með ýmsum tilbrigðum.
Maturinn: Í gærkveldi var súpa og í morgunmat var Cherrios, Korn flex ofl. hádegismat,var boðið uppá kjöt í raspi. Kaffið mun samanstanda að heimabökuðu brauði og sjónvarpsköku (án sjónvarps).
Veðrið: Í gær var veður gott fram eftir degi en síðan hvessti skyndilega og ringdi hressilegum skúrum. Í morgun (fimmtudag) var komin strekkingur úr norð- austri og því voru bátar lokaðir a.m.k. fram að kaffi.
Kvöldin: Kvöldvaka verður klukkan 20:30.
Bestu kveðjur úr Vatnaskógi.
Ársæll forstöðumaður.
Fleiri myndir ….SMELLIÐ HÉR
http://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/9091848247/