Þá koma nokkrar fréttir úr 3. flokki Vatnaskógar.

Dagskráin: Í gær var frábært veður, mikil dagskrá margir nýttu sér vatnið og töfra þess, eitt af því var að sitja á turðru og láta draga sig um spegilslétt vatnið. „Wipe out“ brautin var í gangi og tóku margir þátt í þeirri raun sem fólst í því að leysa ýmsar þrautir og fá ískalt vatnið yfir sig. Línur eru teknar að skýrast í knattspyrnunni og úrslit í PUMA bikarnum stendur nú yfir. Í gærkveldi var stórleikur í knattspyrnu, foringar vs. drengir þar sem þeir fyrrnefndu höfðu nauman sigur. Þá hafa drengirnir verið mjög duglegir að taka þátt í frjálsíþróttagreinunum meðal annars tóku yfir 60 drengir þátt í spjótkasti. Smíðastofan, íþróttahúsið og skógurinn hafa líka sitt aðdráttarafl.

 

Maturinn: Í gær var plokkfiskur í hádegismat og pasta í kvöldmat í dag verður boðið uppá ávaxtasúrmjók í hádegismat og síðan verður veisla í kvöldmat. Kaffið mun sem fyrr samanstanda að heimabökuðu brauði og kökum.

Veðrið: Nú er komið FRÁBÆRT veður, logn og sól og heitt.

Myndir: Hér eru myndir fá gærdeginum.

http://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/9103096554/in/set-72157634253048652

Bestu kveðjur úr Vatnaskógi.

Ársæll forstöðumaður.