Í dag sunnudag er heimferðardagur úr 3. flokki, en við látum það ekki hafa áhrif á okkur og höldum áfram dagskrá.

Dagskráin: Stórleikur í knattspyrnu, stjörnulið á móti draumaliði og bátar í fullum gangi enda FRÁBÆRT bátaveður. Eftir hádegi verður pakkað og farið síðan í hinn vinsæla leik „Orrusta“ þar sem menn reyna að hitta andstæðinginn með litlum boltum búnir til úr pappir og límbandi innan um uppblásna hoppukastala.

Maturinn: Pizza í hádeginu og kleinuhringir og ís í kaffinu.

Brottför: Það verður kaffi klukkan 15:00 og brottför um kl. 16:00 og heimkoma á Holtaveg kl. 17:00.

Að lokum: Þökkum foreldrum og öðrum þeim sem fylgst hafa með lífinu í 3. flokki Vatnaskógar þessa daga.

Með bestu kveðju

Ársæll Aðalbergsson forstöðumaður

ATH: Rútan fór kl. 16:05 úr Vatnaskógi og ætti að koma rúmlega kl. 17:00

Nýjustu MYNDIR komnar:

http://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/9114313483/