Nú rétt í þessu voru drengirnir að koma aftur í Vatnaskóg eftir gönguferð yfir Saurbæjarhálsinn og niður í Hvalfjörð. Þar beið Björgunarsveitarhraðbátur sem fór nokkrar ferðir með hópinn. Þegar í land var komið beið síðdegishressing í fjörunni áður en lagt var af stað aftur í Vatnaskóg, með stuttri söguskoðun um Saurbæ og Hallgríms fótspor fetuð.

Annars var dagurinn í gær hefðbundinn og drengirnir búnir að koma sér vel fyrir og byrjaðir að tengjast vinarböndum. Svínadalsdeildin fer vel af stað, ásamt frjálsíþróttamótinu.

Í morgun leyst drengjunum ekkert allt of vel á að fá bláa mjólk og tóku þeir útskýringar foringjanna um að svona liti mjólkin úr bláu fernunum út ekki trúanlegar.

Með Kveðju úr Vatnaskógi

Þór Bínó – bino(hjá)reddumthvi.is