Eftir kvöldmat í gær var boðið upp á gönguferð að Kúhallarfossi, þar sem vaskir björgunarsveitarmenn frá Akranesi voru búnir að koma fyrir sigtólum. Gafst þeim drengjum sem fóru með því tækifæri að síga niður Kúhallarfoss sem er ca. 30 – 40 metra hár. Fannst drengjunum þetta mikil upplifun.
Á meðan á gönguferðinni stóð var boðið upp á frjálsíþróttagreinar í Vatnaskógi ásamt því að nokkrir drengjanna stukku í Eyrarvatn og fóru svo í heitu pottana á eftir til að ylja sér.
Með Vatnaskógarkveðju
Þór Bínó – bino(hjá)reddumthvi.is