IMG_7034

Til að byrja með ætla ég að hrósa drengjunum, alveg frábær og skemmtilegur hópur. Mikið STUÐ.

Dagurinn í gær var ekki alveg viðburðarlaus þrátt fyrir rigningu og rok á köflum. Borðtennismótið kláraðist og þythokkýmótið hófst. Bátarnir eru mjög vinsælir ásamt því að taka sér hníf í hönd og tálga fyrir listakeppnina á smíðaverkstæðinu.

Sólargeislarnir sem stálust til okkar í gær voru vel nýttir og skelltu nokkrir vaskir drengir sér í drullugöngu á meðan aðrir voru aðeins hreinlegri og hoppuðu í Eyrarvatn. Eftir kvöldhressinguna í gær horfðum við á brot úr barnamynd Þráins Bertelssonar við sögu Guðrúnar Helgadóttur Jón Odd og Jón Bjarna þar sem þeir strjúka úr Vatnaskógi. Fannst drengjunum frekar skrítið að sjá brotið úr Vatnaskógi og höfðu á orði að sömu vatnskönnurnar sem notaðar eru í dag sjást í myndinni. Seinnipartin í dag er svo stefnt að því að strjúka úr Vatnaskógi í ratleik sem boðið verður uppá.

Dagurinn endaði svo á nætur hermannaleik þar sem drengjunum er skipt í tvö lið Oddverja og Haukdæli, allir fá svo klemmu sem táknar líf og eiga að ná eins mörgum klemmum af andstæðingunum og þeir geta.

Með Vatnaskógarkveðju

Þór Bínó – bino(hjá)reddumthvi.is