IMG_7135Í gær var að mestu hefðbundin dagur með fótbolta, tónlistarsmiðju, bátum ofl. Veðrið var skaplegt þrátt fyrir smá kulda og mikkla bleitu, en hetjurnar í Vatnaskógi láta það ekki á sig fá og halda bara áfram að fylla þurkherbergin af blautum fötum.

Stórmerkilegur atburður sem á sér ekki mikil fordæma átti sér stað eftir kvöldmatinn í gær. Þegar allir drengirnir í flokknum reyndu að strjúka úr Vatnaskógi í anda Jóns Odds og Jóns Bjarna og tókst þó nokkrum ætlunarverkið. Drengirnir fengu upplýsingar um að til þess að strjúka þyrftu þeir nokkra hluti sem þeir urðu að finna hingað og þangað um svæðið. það sem þeir þurftu til að strjúka var meðal annars nesti, hlý föt og lykil að hliðinu. Síðan voru nokkrir foringjar á sveimi um svæðið að reyna að klófesta drengina.
Allt gekk þetta vel og hefðu drengir og foringjar ekki verið blautari þótt að þeir hefðu hoppað í vatnið, rigningin var svo mikil.

Í dag er svo öfugur dagur þannig að kvöldhressingin er búin og kvöldvakan stendur yfir núna.

 

Með Vatnaskógarkveðju

Þór Bínó – bino(hjá)reddum thvi.is