Í gær var öfugur dagur þar semIMG_7149 byrjað var á kvöldhressingu og endað á morgunmat. Sumir tóku þessu meira bókstaflega en aðrir og klæddu sig í fötin öfug og jafnvel gengu öfugt.

Það sem stóð uppúr deginum var líklega foringjaleikurinn, þar sem úrvalslið drengja keppti við meistaralið foringja. Úrslitin urðu foringjunum í vil, þó litlu mátti muna.

Hitastigið var ekki til að hrópa húrra fyrir í gær eða um 2° og rigning á köflum.

Í dag er veisludagur og 8° heitara í dag en í gær og erum við himin lifandi með okkar 10° 🙂 Veisludagur er síðasti heili dagurinn í floknum og þá fáum við flottan veislumat í kvöld og veislukvöldvöku þar sem drengirnir mæta í sínu fínasta/þurrasta pússi.

Á morgun er heimferðardagur og er áætlað að rúturnar leggi af stað úr Vatnaskógi klukkan 16:00 og verða komnar á Holtaveg 28, 104 reykjavík um klukkan 17:00. Þeir sem kjósa að sækja börn sín í Vatnaskóg, í stað þess að nýta sér rútuferð, eru beðin að sækja þau ekki seinna en kl. 16:00.

 

Með Vatnaskógarkveðju

Þór Bínó – bino(hja)reddumthvi.is