IMG_7413Þá er frábær veisludagur að baki og heimferðardagur runnin upp. Rúturnar leggja af stað úr Vatnaskógi um klukkan 16:00 og lenda við félagsheimili KFUM og KFUK að Holtavegi 28 um klukkan 17:00.

Í gær sást til sólar og lognið lék einnig við okkur, þannig að við skelltum okkur í hylinn sem er náttúrulegur stökkpallur út í á sem kemur úr Skarðsheiði. Til að komast í hylinn þarf að ganga meðfram Eyrarvatni og yfir ós, þannig að allir fengu að vaða áður en stokkið var í hylinn.

Á veislukvöldvökunni var svo biblíuspurningakeppnin og bikarahafhending, þar sem skógarmannasöngvarnir fengu að njóta sín til fulls. Foringjarnir sungu svo til drengjanna nýja texta við fræg lög, um hvað það var gaman hjá okkur í flokknum og hversu mikið allir kæmu til með að sakna hvers annars.

Takk fyrir frábæran flokk.

 

Með Vatnaskógarkveðju

Þór Bínó