IMG_7698

Í dag hefur verið ljómandi gott veður til útiveru, en því miður hefur verið stífur vindur og því hafa drengirnir ekki komist á bát lengi. Úr því er þó að rætast nú undir lok dags 3. dags. Mikil dagskrá hefur verið í boði og var hápunktur þriðjudagsins svo kallaður „hermannaleikur“ þar sem tvö lið bertast á opnu svæði. Farið er í Oddakot og sett upp mikil sýning þar sem jafnvel skógarskrýmsli bregða á leik. Kvöldvakan var einstaklega góð og drengirnir voru fljótir að sofna um kvöldið og sváfu vel þar til vakið var kl. 8:30.

Með bestu kveðju, Páll og Guðmundur Karl forstöðumenn.

Myndir:

http://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72157634462970723/with/9200866161/