Skógarmenn KFUM ásamt KFUM og KFUK á Íslandi standa  fyrir vímulausri fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina undir heitinu Sæludagar í Vatnaskógi.

Dagskrá hátíðarinnar er í anda sumarbúðastarfs KFUM og KFUK og á að höfða til flestra aldurshópa.
Í ár er hátíðin sérstaklega tileinkuð 90 ára afmæli sumarbúðanna í Vatnaskógi.
Ee-apaPguxLqE4FapTIkrcWMPJBethTYgbgO6IlOdec
DAGSKRÁ SÆLUDAGA 2013
Fimmtudagur 1. ágúst.
19:00 Svæðið opnar.  Grillin eru heit við Matskála.
20:00 Leiktæki sett í gang og bátar lánaðir út.
20:30 Leikir í sal Gamla skála.
22:00 Tónlist og spjall í Café Lindarrjóðri.
23:30 Bænastund í Kapellu.

 
Föstudagur 2. ágúst
9:00 Morgunverðarhlaðborð í Matskála – Verð kr. 600.- Hámark 2000 kr. á fjölskyldu.
10:00 Fánahylling við Gamla skála/bænastund í Kapellu.
11:00 Barnastund í sal Gamla skála  – sögur, föndur, leikir.
12:00 Matur til sölu í Matskála – Súpa og brauð,  verð kr. 600.-
13:30 Skoðunarferð um Vatnaskóg.
15:00 Knattspyrna á íþróttavelli
16:00 Café Lindarrjóður – Fræðsla/umræður:
Ausið úr lindum minninganna – Umsjón: Sigurbjörn Þorkelsson.
18:00 Grillin heit við Matskálann. (Hægt að kaupa kjöt og pylsur á grillið).
19:30 Gospelsmiðja fyrir 6 ára og eldri í sal Gamla skála
21:00 Kvöldvaka í íþróttahúsinu
22:00 Hljómsveitin Tilviljun? – Leikur órafmagnaða tónlist í Café Lindarrjóðri.
23:00 Unglingadagskrá í umsjón ungs fólks í Kristilegum skólasamtökum.
23:30 Bænastund í Kapellu.

Laugardagur 3. ágúst
9:00 Morgunverðarhlaðborð í Matskála – Verð kr. 600.-
9:30 Fánahylling við Gamla skála/bænastund í Kapellu.
10:00 Hreyfing fyrir alla, Zumba  – við Matskálann.
10:00 – 12:00 Skráning vegna Söng- og hæfileikasýningar barnanna – í Matskála (fyrir þá sem ekki hafa skráð sig með tölvupósti)
10:30 Gospelkór Vatnaskógar byrjar æfingu í sal Gamla skála, allir velkomnir.
11:00 Pétur og úlfurinn. Brúðuleikrit í íþróttahúsinu fyrir alla fjölskylduna.
11:00 Café Lindarrjóður – Áhrifaríkt trúarlíf
Kennslustund sem er hluti af námskeiðinu  Kristið líf og vitnisburður.
12:00 Matur til sölu í Matskála – Pizza kr. 600.-
13:00 Vatnafjör.
14:00 Leitin að gáfuðustu fjölskyldunni. Spurningablöð fyllt út í matskála.
15:00 Knattspyrnuhátíð á knattspyrnuvellinum
– 15:00 Knattspyrna fyrir 12 ára og yngri.
– 15:00 Knattspyrna fyrir 13-17 ára.
– 16:00 Vítaspyrnukeppni.
– 16:30 Knattspyrna fyrir fullorðna
15:30 Gamli Skáli – Fræðsla/umræður:  Vatnaskógur sumarbúðir í 90 ár:
Aðdragandi og upphaf sumarstarfs KFUM. Umsjón: Þórarinn Björnsson
15:30 Fjölskyldubingó í íþróttahúsi, glæsilegir vinningar
16:00 Kassabílarallý á íþróttavelli (2 í hverju liði)
17:00 Gospelsmiðja fyrir 6 ára og eldri í sal Gamla skála
18:00 Grillin heit við Matskálann.
Gæða-grillað lambalæri og meðlæti til stuðnings nýjum skála í Vatnaskógi.
20:00 HÁTÍÐARKVÖLDVAKA í tilefni 90 ára afmælis sumarbúðastarfsins í Vatnaskógi.
Vatnaskógur 90 ára – afmælisveisla  – ljúfir tónar víða um svæðið
23:00 Dansleikur:  Harmónikkufjör og Hljómsveitin Tilviljun?
23:30 Bænastund í Kapellu
 
Sunnudagur 4. ágúst
9:00 Morgunverðarhlaðborð í Matskála – Verð kr. 600.-
10:00 Fánahylling við Gamla skála/bænastund í Kapellu
10:15 Hreyfing fyrir alla, Zumba  – við Matskálann
11:00 Fjölskylduguðsþjónusta í Íþróttahúsi
12:00 Matur til sölu í Matskála – Lasagna kr. 700.-
13:00 Gönguferð með leiðsögn, lagt af stað frá  Gamla Skála
13:00 Sæludagaleikarnir á íþróttavellinum
14:00 Gamli skáli – fræðsla/umræður:
Biblíulestur: Umsjón sr. Gunnar Sigurjónsson sóknarprestur
15:00 Söng – og hæfileikasýning barnanna í íþróttahúsi  fyrri hluti
15:30 Gamli skáli – fræðsla/umræður: Brigitarkrossinn: Umsjón: Þóra Þórarinsdóttir
16:00 Söng – og hæfileikasýning barnanna í íþróttahúsi – seinni hluti
18:00 Grillin heit við Matskálann.  Hægt að kaupa á grillið á vægu verði
20:00 Kvöldvaka í Íþróttahúsinu
Ljúfir tónar á Café Lindarrjóður
23:00 Lofgjörðarstund – Altarisganga
00:00 Varðeldur

Mánudagur 5. ágúst
11:00 Lokasamvera í Gamla skála
13:30 Heimferð með rútu.
_WCVdfEAz3MKOcl5S05s0A_ML9MLIREfCbbeXLBCdxg

Aðrar upplýsingar:

Verð
Verð á Sæludaga er kr. 4.500.-
Verð fyrir dagsheimsókn er kr. 2.500.-
Ókeypis er fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.

Miðasala
Miðasala fer fram í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588 8899 og einnig í Vatnaskógi um verslunarmannahelgina

Rafmagn á tjaldsvæðum
Boðið er upp á þann möguleika að tengjast rafmagni fyrir
fellihýsi, tjaldvagna o.s.fr.v. Verð er kr. 2.000.-   fyrir alla helgina.
(ekki fyrir mjög orkufrek tæki).

Rútuferðir
Rútuferð í Vatnaskóg verður frá Þjónustumiðstöð KFUM og
KFUK við Holtaveg í Reykjavík á föstudeginum kl. 17:30 og frá
Vatnaskógi á mánudeginum kl. 13:30.
Verð er 3.000.- kr.  báðar leiðir.
Þeir sem hyggjast nýta sér
rútufar eru beðnir að panta rútufar fyrir 17:00 á fimmtudeginum hjá Þjónustumiðstöð
KFUM og KFUK í síma 588-8899.

Matskálinn
Matskálinn er upplýsingamiðstöð Sæludaga. Þar er einnig
verslun og matsala.

Café Lindarrjóður
Í Birkiskála II (nýbyggingu staðarins) er boðið upp á kaffihús.
Kaffihúsið er opið föstudag, laugardag og sunnudag frá kl. 15:00

Gospelsmiðja fyrir 6 ára og eldri
Gospelsmiðja verður á föstudeginum kl. 19:30 og laugardeginum klukkan 17:00 fyrir hressa krakka (6 ára og eldri). Sungin verða skemmtileg gospellög og afraksturinn sýndur í fjölskylduguðsþjónustu á sunnudeginum. Allir krakkar 6 ára og eldri velkomnir.

Gospelkór fyrir 14 ára og eldri
Boðið verður upp á þátttöku í Gospelkór.
Afraksturinn verður sunginn á Kvöldvöku
Skráning og upphitun er á laugardeginum kl.10:30 í sal Gamla skála.
Allir áhugasamir 14 ára og eldri eru velkomnir.

Hæfileikasýning barnanna
Að venju verður hæfileikasýning barnanna.  Skemmtilegur viðburður fyrir áhorfendur jafnt sem þátttakendur. Sýningin fer fram á sunnudeginum og verður að þessu sinni í tveimur hlutum, fyrri hluti kl. 15:00 og seinni hluti kl. 16:00.  Til að auðvelda skipulag er óskað eftir að þátttakendur sendi skráningu á tölvupóstfangið saeludagar@kfum.is  fyrir helgina.  Sjá nánari upplýsingar um hæfileikasýninguna  – SMELLIÐ HÉR!

ZUMBA
Boðið verður uppá ZUMBA sem er skemmtileg blanda af dansi og líkamsrækt við allra hæfi.  Laugardag kl. 10:15 og sunnudag  kl 10:00 við Matskálann.
 
Áhrifaríkt trúarlíf
Á laugardeginum kl. 11:00 verður boðið verður upp á fyrstu kennslustund námskeiðsins Kristið líf og vitnisburður. Kjörið tækifæri til að kynna sér þetta góða námskeið sem milljónir manna hafa sótt og kynnast um leið betur hugmyndafræði Hátíðar vonar.  Boðið verður upp á framhald á Sæludögum eða í Reykjavík fyrir þátttakendur sem vilja ljúka námskeiðinu.

Útigrill
Útigrill framan við Matskála eru til almennra afnota.
Hægt er að kaupa á grillið í versluninni.

Lambalæri til stuðnings nýbyggingu Vatnaskógar.
Á laugardagskvöldinu gefst sæludagagestum kostur á að kaupa gæða-grillað lambalæri og meðlæti. Til stuðnings nýjum skála í Vatnaskógi. Verð aðeins kr. 2.000.- (1.500.- fyrir börn)

Bílastæði
Bílastæði eru vestan við íþróttavöllinn (á malarvelli)
Vinsamlega leggið bílum þannig að þeir loki ekki
akstursleiðum.

Markmið KFUM og KFUK…
er að efla heilbrigði alls mannsins, til líkama, sálar
og anda. Starf KFUM og KFUK er fyrir fólk á öllum
aldri og fer fram víða um landið í sumarbúðum,
æskulýðsmiðstöðvum og kirkjum. Nánari upplýsingar um
KFUM og KFUK er á vefsvæðinu www.kfum.is.

Skógarmenn KFUM…
standa fyrir starfi KFUM í Vatnaskógi. Í Vatnaskógi er
starfsemi allt árið um kring. Á sumrin er boðið upp á
vikudvöl fyrir drengi á aldrinum 9-17 ára. Boðið er upp
á helgardagskrá fyrir feðga og feðgin, fjölskylduflokk að sumri og vetri
og Heilsudaga karla í september. Á veturna eru
fermingarnámskeið, leikskóladagskrá og skólabúðir í
Vatnaskógi.

Sturtur
Tveir búningsklefar ásamt sturtum eru í íþróttahúsinu.
Annar klefinn er merktur konum en hinn körlum.
Salerni eru í flestum húsum á svæðinu. Vert er að athuga að salernin eru fyrir bæði kynin og er því fólk beðið um að sýna viðeigandi tillitssemi. Einnig eru útisalerni við íþróttavöllinn.

Rusl
Ruslatunnur eru staðsettar á tjaldstæðunum og við matskálann.
Ruslagámur er staðsettur fyrir aftan Matskálann.

Reglur á Sæludögum
– Allir eiga að fá að njóta dvalarinnar. Sýnum tillitssemi og  nærgætni í öllum samskiptum.
– Vatnaskógur er friðlýst skógræktarsvæði. Gangið því vel um og látið allt rusl í þar til gerða dalla.
– Stranglega er bannað að vera með opinn eld. Þó má að sjálfsögðu nota grill af varkárni.
– Um bátana gilda ákveðnar reglur sem þátttakendur verða að virða. Kynnið ykkur (og börnum ykkar) reglurnar áður en þið farið út á bát.
– Í Vatnaskógi er ekki gert ráð fyrir mikilli bílaumferð.
– Ökum því varlega og geymum bílana á malarvellinum, vestan megin við íþróttasvæðið.
– Sú venja ríkir í Vatnaskógi að ef einhver verður valdur að tjóni, bætir viðkomandi fyrir það.
– Óheimilt er að vera með hunda eða önnur dýr innandyra.
– Reykingar eru stranglega bannaðar innandyra.
– Neysla og meðhöndlun áfengis og annarra vímuefna er  stranglega bönnuð og varðar brottrekstri af svæðinu.

Bátar
Bátar eru lánaðir án endurgjalds hálftíma í senn.
Bátarnir eru opnir frá kl. 10:00 til 20:30.
Bátareglur hanga uppi framan við bátaskýlið.
Kynnið ykkur þær vel áður en farið er út á bát.