286Helgina 13. -15. september verða Heilsudagar karla haldnir í Vatnaskógi.
Heilsudagar eru ætlaðir körlum á aldrinum 17-99 ára.
Tilgangur þeirra er að styrkja líkama, sál og anda.
Líkaminn er styrktur með þátttöku í íþróttum, gönguferðum og vinnu í þágu Vatnaskógar.
Andinn og sálin eru styrkt með erindum, bænastundum, kvöldvöku og messu.
Verð á Heilsudaga karla er kr. 9.500.

Hægt er að ganga frá skráningu á http://skraning.kfum.is  eða í síma 588-8899.

Föstudagur 13. september
16:00 Golfmót „VATNASKÓGUR OPEN“ Leikið verður á Þórisstöðum* (fyrir þá sem vilja) – Umsjón: Þorsteinn Arnórsson
19:00 Léttur kvöldverður
20:00 Erindi – „Kærumál Vantrúar“ –  Bjarni Randver Sigurvinsson
21:30 Hreyfing: Innibolti, göngutúr, borðtennis, skák…
22:30 Kvöldhressing
23:00 Guðsorð fyrir svefninn
23:30 Bænastund í kapellu
24:00 Gengið til náða

Laugardagur 14. september
08:00 Vakið
08:20 Müllersæfingar og fánahylling
08:30 Morgunmatur
09:00 Biblíulestur
10:00 Vinnutími í þágu Vatnaskógar
11:00 „Ellefukaffi“
12:00 Matur
12:30 Höllun
13:00 Vinnutími í þágu Vatnaskógar
15:30 Kaffi
16:30 Fótboltaleikur, slökun í heitu pottunum ofl.
18:30 Verklok  1. áfanga Birkiskála II
–  Ávarp:  Ólafur Sverrisson formaður Skógarmanna KFUM
–  Blessun:  sr. Jón Dalbú Hróbjartsson
19:00 Hátíðarkvöldverður
20:30 Hátíðarkvöldvaka
– Upphafsorð:  Ólafur Jón Magnússon
– Erindi:  „Fyrsta ferð KFUM í Vatnaskóg“ – Þórarinn Björnsson
– „Áfram að Markinu“ – 90 ára afmælis kvikmynd eftir Þorleif Einarsson
– Hugvekja: sr. Jón Dalbú Hróbjartsson
22:30 Kvöldkaffi
23:15 Bænastund í kapellu

Sunnudagur 15. september
09:00 Vakið
09:20 Müllersæfingar og fánahylling
09:30 Morgunmatur
10:15 Hernámssafnið á Hlöðum skoðað í fylgd Gauja litla.  Aðgangseyrir kr. 800.
12:00 Hádegismatur
14:00 Messa í Saubæjarkirkju á Kjalarnesi – dr. Gunnar Kristjánsson
15:10 Um sögu Saurbæjarkirkju  – dr. Gunnar Kristjánsson
15:30 Heimför

*Á föstudeginum er í boði golfmót fyrir áhugasama. Leikið verður á golfvelli Þórisstaða sem er næsta jörð fyrir austan Vatnaskóg, ekið um Dragaveg (520).
Tilkynna þarf sérstaklega ef menn hyggjast taka þátt í mótinu hjá: thorsteinn@kfum.is eða í síma 861-6123.

Vallargjald er kr. 1,600 og þarf að greiða sérstaklega.  Allar tekjur mótsins renna í Skálasjóð Skógarmanna.