Þriðjudagur – miðvikudagur
Það voru tæplega 100 hressir drengir sem mættu í 2. flokk Vatnaskógar.
Flokkurinn fór vel af stað, frábært veður bjart og logn. Eftir hádegismat (sænskar kjötbollur) tók við hefðbundin dagskrá, íþróttir, bátar, smíðastofa, leikir í íþróttahúsi og útileikir. Um kvöldið var kvöldvaka að hætti Skógarmanna sungið, leikrit, framhaldsaga, og hugvekja í lokin. Svefnin gekk vel hjá langflestum.
Drengirnir vöknuðu snemma og voru allir drengirnir mættir fyrir kl. 9:00 í morgunverð.
Í dag (miðvikudag) hefur verið smá vindur og bátar ekki opnir en veðrið samt fínt bjart og hiti um 15°. Í hádegismat hefur verið boðið uppá fiskrétt en nýbakaðar kökur og kryddbrauð í kaffitímanum.
Hér er hægt að sjá fyrstu myndir úr flokknum.
Takk fyrir okkur og endilega fylgist með á Facebook síðu Vatnaskógar þegar nýjar fréttir birtast.
Kveðja Ársæll