IMG_2179Þá koma nokkrar fréttir úr 2. flokki Vatnaskógar.

Dagskráin: Í dag er búið að vera frábært veður, mikil dagskrá margir nýttu sér vatnið og töfra þess. „Wipe out“ brautin var í gangi og tóku margir þátt í þeirri raun sem fólst í því að leysa ýmsar þrautir og fá ískalt vatnið yfir sig. Línur eru teknar að skýrast í knattspyrnunni, en framundan er PUMA bikarinn sem er úrsláttakeppni í knattspyrnu. Þá hafa drengirnir verið mjög duglegir að taka þátt í frjálsíþróttagreinunum en mikill fjöldi tók þátt í að kasta spjót. Smíðastofan, er líka vinsæl og íþróttahúsið og skógurinn hafa líka sitt aðdráttarafl.

Miklir veiðimenn: Í dag veiddist drengur væna bleikju við mikila gleði bæði drengja og starfsmanna og vekur það von að bleikjan sé að koma aftur í vatnið en hún hefur verið verið sjaldséð á stöngum veiðimanna í Eyararvatni

Maturinn: Í dag var lasagne í hádegismat og ávaxtasjúrmjólk í kvöldmat. Kaffið mun sem fyrr samanstanda að heimabökuðu brauði og kökum.

Veðrið: Nú er komið FRÁBÆRT veður, logn og bjart og hiti um 17°.

Myndir: Hér eru myndir fá deginum:

Bestu kveðjur, Ársæll