IMG_2398Tíminn líður hratt í Vatnaskógi.

Ígær var mikið um dýrðir, kvöldvakan var í umsjón drengjanna og voru ýmis glæsilegt tilþrif í fjölbreyttri hæfileikasýningu.

Veisludagur er runninn upp, frábært veður hlýtt, logn og mikill meirihluti af mýflugum staðarins komnar í frí – þó ekki allar. Mikið verður á dagskrá í dag, meðal annars hinn sívinsæli hermannaleikur sem er einskonar klemmuleikur þar sem barist er um að ná klemmu af andstæðingnum. Vatnið er spegilslétt og líklegt að „tuðran“ verði tekin fram og fá þeir sem vilja „salibunu“ um vatnið. Hinn sívinsæli leikur á milli foringja og úrvalsliða drengjanna verður á dagskrá og síðan blásið til veislu og hátíðarkvöldvöku í lok dags.

Netið hefur verið að stríða okkur og ekki tekist að senda fréttir og myndir eins og við vildum og misstu áhugasamir knattpyrnuáhugamenn af seinni hálfleik af stórleik spánverja og hollendinga af sömu ástæðu. Þetta vandamál verður þó allt úr sögunni innan tíðar þar sem unnið er að Vatnaskógur tengist öruggri nettengingu.

Maturinn í dag: Skyr, brauð og fleira í hádegismat, veislumatur í kvöldmat.

Myndir frá gærdeginum:

kv. Ársæll forstöðumaður.