Senn líður að lokum 2. flokks Vatnaskógar.

IMG_2407Í gær var veisludagur, bikaraafhending, skemmitdagskrá með leikiriti fleiri atriðum. Borgarstjórinn í Reykjavík Jón Gnarr heimsótti flokkinn spjallaði við drengina.

Í dag sunnudag er boðið uppá Skógarmannaguðþjónustu, báta, útileiki knattspyrnu og í íþróttahúsinu er orrusta sem er einsskonar skotbotli í óvenjulegri útgáfu.  Þrátt fyrir viðburðarríka dagskrá þá er hugur margra er komin heim og voru margir búnir að pakka strax um morgunin.

Í hádegismat var boðið uppá pizzu og var henni gefin góð skil. Kaffitímn verður síðan um 15:00 og gert ráð fyrir að hópurinn fari af staðnum um kl. 16:00 og áætluð heimkoma með rútunni á Holtaveg 28 er kl. 17:00.

Fyrir hönd starfsfólksins vil ég þakka fyrir dvölina og vona að drengirnir komi sáttir heim.

Nokkrar myndir eru frá gærdeginum:

Bestu kveðjur úr Vatnaskógi

Ársæll forstöðumaður

arsaell@kfum.is