IMG_2287
Kraftmiklir drengir fylltu matsalinn fyrir hádegi er þeir komu í Vatnaskóg.  Flestir hafa komið áður en stór hópur er að koma í fyrsta sinn.  Allt opið, bátar, íþróttahús ofl.  Nýjum drengjum var boðið í sérstaka kynnisferð um svæðið og nýttu margir það tilboð.  Nokkrir mátuðu sig á fótboltavellinum og bíða spenntir eftir því að formlegt fótboltamót hefjist sem verður einmitt eftir kaffið.  Myndir frá fyrsta degi koma væntanlega á netið í kvöld þó nettenging sé dintótt.  Kæru foreldrar.  Hafið engar áhyggjur.  Þetta fer mjög vel af stað.  Tryggt var að allir væru með sínum félögum og að menn gætu gist í sama herbergi sem það vildu.  Nú fyllir bökunarlyktin vit mín svo það styttist í kaffitímann.  Já svona er lífið í Vatnaskógi.  Kær kveðja, Sigurður Grétar Sigurðsson forstöðumaður.