Í dag fylltumst við sérstöku þakklæti yfir því að tilheyra friðsamri þjóð í friðsælu landi.  Við fánahyllingu í morgun voru dregnir fánar að húni á sex minni fánastöngum á sama tíma og þjóðsöngurinn var leikinn.  Það var hátíðleg stund.  Þaðan var gengið í skrúðgöngu að styttu sr. Friðriks Friðrikssonar stofnanda KFUM.  Fjallað var í stuttu máli um hann og hans kynslóð sem barðist fyrir sjálfstæði þjóðarinnar.  Fjallkonan kom úr röðum eldhússtúlkna og flutti ljóð og biblíuvers.  Eftir hefðbundna morgunstund var haldið á vit ævintýra sem mörg eru þennan dag.  Í tilefni dagsins var sérstök Wipe out braut auk þess sem drengjunum var boðið að sitja á tuðru aftan í hraðbátnum.  Þetta vakti mikla lukku og var án efa skemmtilegra heldur en rigningin í Reykjavík.  Reyndar fór að rigna hér síðdegis en þeir létu það ekkert á sig fá.  Veiðimennska, skógarkofagerð, spjótkast, 400 m hlaup eða hvað annað sem boðið var uppá var vel þegið.  Drengirnir standa sig vel, þeir eru kröftugir og glaðir. Sjá má nokkrar myndir frá deginum hér.  Kær kveðja, Sigurður Grétar Sigurðsson.