Góðan dag.  Afsakið fréttaleysið í gær en það var tækniklúður hjá undirrituðum.  Enn er allt í lukkunnar velstandi.  Sólin lét sjá sig í nokkrar mínútur í gær.  Drengirnir hafa prófað ýmislegt þessa daga.  Hástökk, langstökk, kúluvarp, hlaup, hasarleikir, fótbolti, körfubolti, skógarferðir, skógarkofi, billiard, borðtennis, smíðastofa, bátar, kassabílar, stangartennis, bókasafn, biblíulestrar, kvöldvökur, söngur, hæfileikasýning, morgunstundir ofl. ofl.  Á fimmtudagskvöldið var hæfileikasýning þar sem nokkrir drengir sýndu listir sínar á kvöldvöku.  Margir eru mjög þenkjandi og spyrja djúpra spurninga um lífið og tilveruna.  Þeir syngja af krafti svo undir tekur í fjöllunum.  Á eftir er foringjaleikur í knattspyrnu.  Það þýðir að tvö lið úr hópi drengja keppa við lið foringja.  Ég verð löglega afsakaður frá símatímanum en hafið engar áhyggjur.  Við höfum samband ef ástæða er til.   Skoðið myndir á myndasíðunni.  Fleiri myndir koma inn síðdegis.  Kær kveðja, Sigurður Grétar Sigurðsson, forstöðumaður