Þá kom bongóblíðan, á heimfarardegi. Drengirnir fengu að sofa út í morgun, þ.e. til kl. 09.00. Nokkir vöknuðu þó fyrr og teiguðu í sig blíðuna og sáu fjöllin speglast í spegilsléttu vatninu. Frjáls tími tók við að morgunverði þar til blásið var til Skógarmannamessu kl. 11.20 fram að mat. Þar lásu tveir drengir ritningarlestra, hópur drengja lék eina biblíusögu auk þess sem flutt var predikun og sungið við raust. Í hádeginu voru snæddar 30 pizzur sem hver er á stærð við A3 blað. Þetta eru sérstakar og vinsælar Vatnaskógarpizzur. Eftir hádegi pökkuðu þeir farangri sínum sem dreifst hefur um svæðið hjá nokkrum þeirra. Þurrkklefarnir hafa verið yfirfullir síðustu daga en nú er allt að smella saman. Ég ábyrgist ekki að fötin verið eins vel samanbrotin og þegar þeir komu en það er kannski vegna þess að þeir pökkuðu ekki sjálfir niður áður en þeir komu hingað. Áætluð brottför er kl. 16 og heimkoma á Holtaveg kl. 17.00. Þeir óskilamunir sem þá verða eftir verða aðgengilegir á Holtaveginum og hvet ég foreldra til að líta yfir þá áður en heim er farið. Ef þið saknið einhvers þegar heim er komið er hægt að hafa samband við skrifstofuna. Fleiri myndir koma í dag og verða þær aðgengilegar á netinu eins og verið hefur. Drengirnir ykkar gætu haft gaman af því að skoða þær með ykkur. Í lokin vil ég þakka ykkur fyrir að treysta okkur fyrir börnunumykkar. Við gerum okkar besta og höfum lagt okkur fram um að láta drengjunum líða vel og finna fyrir öryggi hér á þessum stóra stað. Ef eitthvað er sem þið viljið ræða er velkomið að hafa samband. Ef þið eruð ósátt með eitthvað talið þá við okkur. Ef þið eruð ánægð, látið þá aðra vita 🙂 . Þá leyfi ég mér að minna á Sæludaga um Verslunarmannahelgina sem er frábær fjölskylduhátíð. Eins er boðið uppá feðgahelgi um mánaðarmótin ágúst/september og síðan fjölskylduhelgi í vetur. Guð blessi heimili ykkar og fjölskyldur. Kær kveðja, f.h. starfsfólks 3. flokks 2014, Sigurður Grétar Sigurðsson, forstöðumaður.