Í lok sumarstarfs bjóða Skógarmenn upp á Feðgaflokk í Vatnaskógi. Flokkurinn er fyrir feður og syni 7 ára og eldri.

Spennandi dagskrá verður í boði, íþróttir, bátar, gönguferðir og ýmsir leikir. Kvöldvökur að hætti Skógarmanna verða á sínum stað. Strákatími með foringjum í íþróttahúsi og spennandi fræðsla fyrir feður.

Eitt sinn í lok feðgaflokks kom faðir að máli við forstöðumann flokksins og sagði „Þessi feðgaflokkur er búinn að vera frábær takk fyrir okkur. Þetta er frábært leyndamál“ Feðgaflokkar eru ekki leyndamál og allir velkomnir það er frábært fyrir pabba og strákinn hans að fara saman í Vatnaskóg upplifa þann einstæða töframátt sem þar er.!

Skráning er í fullum gangi hægt að skrá í síma 588-8899 og einnig HÉRNA!

Dagskrá flokksins er má sjá hérna:

Feðgaflokkur í Vatnaskógi  29.- 31. ágúst
Föstudagur:
17:30 Brottför frá Holtavegi 28 í Reykjavík (fyrir þá sem fara með rútu)
19:00 Kvöldverður
19:40 Gönguferð –  Bátar – Íþróttir – Íþróttahús
21:15 Kvöldhressing í matsal
21:30 Kvöldvaka
Bænastund í kapellu

Laugardagur:
8:30 Vakið
9:00 Fánahylling og morgunverður
9:30 Biblíulestur
10:00 Fræðsla fyrir feður. Umsjón Bóas Valdórsson sálfræðingur.
10:00 Dagskrá fyrir drengi í íþróttahúsi
11:15 – Bátar – Smiðjan – Íþróttahúsið
12:30 Hádegisverður
13:00 – Íþróttahátíð – Bátar og vatnafjör– Íþróttahúsið – Útileikir
16:00 Kaffitími
16:30 Frjáls tími – Hermannaleikur – Bátar – Smiðjan – heitir pottar
19:15 Hátíðarkvöldverður
21:00 Hátíðarkvöldvaka
Kvöldkaffi
Bænastund í kapellu

Sunnudagur:
9:00 Vakið
9:30 Fánahylling og morgunverður
10:00 Skógarmannaguðsþjónusta
11:00 Frjáls tími- – Knattspyrna – Bátar – Smiðjan – Íþróttahús
13:00 Hádegisverður
– Lokastund
– Heimferð

 

Farangur
Eftirfarandi upptalning gefur hugmynd um nauðsynlegan farangur:
Sæng eða svefnpoki, koddi, lak, regnföt, úlpa, stígvél, íþróttaskór, inniíþróttaskór, nærföt, nægir sokkar, peysur, trefill, húfa, vettlingar, buxur, betri fatnaður, sundföt, handklæði, sápa, tannbursti, tannkrem og Nýja testamenti og jafnvel flugnanet.

Veiðileyfi:
Margir hafa gaman af að veiða. Eftir þeim bíður silungurinn í Eyrarvatni. Veiðileyfi eru innifalin í dvalargjaldi. Athugið að hægt er að fá einföld veiðiáhöld lánuð.