Helgina 12. -14. september verða Heilsudagar karla haldnir í Vatnaskógi.
Heilsudagar eru ætlaðir körlum á aldrinum 17-99 ára.
Tilgangur þeirra er að styrkja líkama, sál og anda.
Líkaminn er styrktur með þátttöku í íþróttum, gönguferðum og vinnu í þágu Vatnaskógar.
Andinn og sálin eru styrkt með erindum, bænastundum, kvöldvöku og messu.
Verð á Heilsudaga karla er kr. 9.900. Hægt er að ganga frá skráningu hér eða í síma 588-8899.
Dagskrá Heilsudaga 2014
Föstudagur 12. september
15:00 Golfmót „VATNASKÓGUR OPEN“ (fyrir þá sem vilja) Leikið verður á Garðavelli við Akranes – Umsjón: Ársæll Aðalbergsson
19:00 Kvöldverður
20:00 Erindi: „Drengir og karlmennska“– Ingóflur Ásgeir Jóhannesson prófessor við HÍ
21:30 Hreyfing: Innibolti, göngutúr, borðtennis, skák…
22:30 Kvöldhressing
23:00 Guðsorð fyrir svefninn – Sigurður Jóhannesson
23:30 Bænastund í kapellu
24:00 Gengið til náða
Laugardagur 13. september
08:00 Vakið
08:20 Müllersæfingar og fánahylling
08:30 Morgunmatur
09:00 „Viltu verða heill?“ – sr. Halldór Reynisson fjallar um heilsuna af blöðum Biblíunnar
10:00 Vinnutími í þágu Vatnaskógar
11:00 „Ellefukaffi“
12:00 Matur
12:30 Höllun
13:00 Vinnutími í þágu Vatnaskógar
15:30 Kaffi
16:30 Fótboltaleikur, slökun í heitu pottunum ofl.
19:00 Hátíðarkvöldverður
20:30 Hátíðarkvöldvaka
– Upphafsorð – Páll Ágúst Þórarinsson
– Sjónvarp Lindarrjóður – foringjar sumarsins
– Erindi: „Skógarmannarúturnar“ – Sigursteinn Hjartarson
– Tónlistaratriði: „Restin af Rut treður upp“. Ingi Bogi og Gunnar Jóhannes.
– 100 ára árstíðar Kristínar Guðmundsdóttur minnst – Ólafur Sverrisson, Ársæll Aðalbergsson og sr. Kristján Búason
– Hugvekja: sr. Kristján Búason
22:30 Kvöldkaffi
23:15 Bænastund í kapellu
Sunnudagur 14. september
09:00 Vakið
09:20 Müllersæfingar og fánahylling
09:30 Morgunmatur
09:50 Rútuferð með leiðsögn um sveitir Borgarfjarðar að Stafholti (60 mín)
11:00 Messa í Stafholtskirkju – sr. Elínborg Sturludóttir
12:00 Molasopi og fróðleikur um Stafholt – sr. Elínborg Sturludóttir
12:30 Rútuferð um þjóðveg 1 í Vatnaskóg (45 mín)
13:15 Hádegismatur í Vatnskógi
14:00 Heimför
*Á föstudeginum er í boði golfmót fyrir áhugasama. Að þessu sinni verða leiknar 9 holur á Garðavelli við Akranes sjá má www.leynir.is
Tilkynna þarf sérstaklega ef menn hyggjast taka þátt í mótinu hjá: arsaell@kfum.is eða í síma 899-7746. Vallargjald kr. 2.000.- þarf að greiða sérstaklega.
Vinna í þágu Vatnaskógar – verkefni:
1. Mála gólf bátaskýlis
2. Undirbúa Vesturflöt fyrir sáningu
3. Snyrta umhverfi lindarinnar í Lindarrjóðri
4. Klippa margtoppa grenitré
5. Endurnýja hún á fánastöng við íþróttasvæðið
6. Rífa hjólabrettapall
7. Endurnýja tréverk við spjótkastramp
8. Fjölga grenitrjám við íþróttasvæði
9. Gróðursetja aspir við stíg
10. Smíða bekki úr gólf-bitum bátaskýlis
11. Höggva eldivið
12. Tína rusl
13. Yfirfara íþróttaáhöld
14. Undirbúningur fyrir ratleik fermingarnámskeiða ofl. í Birkiskála
15. Skrapa og mála glugga á gamla skála
16. Mála þak matskála
17. Endurnýja staur við hliðið
18. Undirbúa drátt í Línuhappadrætti Skógarmanna