Fyrsti flokkur í Vatnaskógi er í fullum gangi. Það var stór hópur drengja sem fengu sæmdarheitið Skógarmaður en það kallast þeir sem dvalið hafa í tvær nætur samfleytt í flokki í Vatnaskógi. Það eru mörg ævintýrin sem drengirnir rata í. Dagskrá gærdagsins var fjölbreytt, íþróttir, smíðastofa og bátar voru opnir um seinni partinn en norðan vindur kom í veg fyrir bátalán fyrri hlutann. Farið var í stöðvaleik þar sem menn leystu nokkur verkefni af ýmsum gerðum. Margir drengir nýttu boð um að horfa og leik Íslands og Tékklands, stemmingin var frábær og mikill fögnður í lok leiks.
Veðrið: Sól er að hlýna komið yfir 10° og hægur vindur jafnvel logn inn á milli.
Maturinn: Grísagúllas í hádegismat, heimabakað í kaffinu. Í kvöldmat verðu pasta.
Í dag: Hefðbundin dagskrá auk þess verða hoppukastalar teknir út og notaðir í leiki.
MYNDIR – MEST ÚR STÖÐVALEIKNUM Í GÆR!
Bestu kveðjur úr Vatnaskógi Ársæll