Þá koma loks fréttir úr 1. flokki Vatnaskógar. Allt gengur vel, komið fínt veður, og drengirnir una glaðir við sitt. Mikið um að vera. Í dag sunnudag var vakið seinna og morgunmatur var kl. 9:30. Eftir morgunmat var Skógarmannaguðsþjónsta og síðan tók dagskráin við. Fussballvöllur (einsskonar risa fótboltaspil með lifandi leikmönnum) var tekin í notkun við mikla hrifninu drengjanna. Í kvöld verður lokakvöldvaka – veislukvöld þar sem flokkurinn verður gerður upp í nettu gríni.
Veðrið: Sól 14° og nánastlogn.
Maturinn: Skyr í hádegismat, heimabakað í kaffinu. Í kvöldmat verður hátíðarkvöldverður.
Í dag: Brekkuhlaup, vatnafjör, fussballkeppni, fótboltaleikir m.a. stórleikur milli úrvalsliðs foringja og drengja.
Hér eru nokkrar myndir – reynum að senda fleiri síðar í dag!
Bestu kveðjur úr Vatnaskógi
Ársæll