Nú í lok sumarstarfs bjóða Skógarmenn upp á Feðgaflokk í Vatnaskógi. Flokkurinn er fyrir feður og syni 7 ára og eldri.
Spennandi dagskrá verður í boði, íþróttir, bátar, gönguferðir og ýmsir leikir. Kvöldvökur að hætti Skógarmanna verða á sínum stað. Strákatími með foringjum í íþróttahúsi og spennandi fræðsla fyrir feður.
Umsögn þátttakenda í síðasta feðgaflokki: „Feðgaflokkur – þetta er búið að vera frábærir dagar, dagskráin, maturinn og staðurinn. Kærar þakkir fyrir okkur. “ Það eru allir velkomnir í Feðgaflokk og er frábært tækifæri fyrir pabba, strákinn hans og jafvel afa að fara saman í Vatnaskóg upplifa þann einstæða töframátt sem þar er.!
Skráning er í fullum gangi hægt að skrá í síma 588-8899 og einnig á sumarfjor.is.
Dagskrá
Föstudagur
19:00 Kvöldverður
19:40 Gönguferð – Bátar – Íþróttir – Íþróttahús
21:15 Kvöldhressing í matsal
21:30 Kvöldvaka
Bænastund í kapellu
Laugardagur
8:30 Vakið
9:00 Fánahylling og morgunverður
9:30 Biblíulestur
10:00 Fræðsla fyrir feður.
10:00 Dagskrá fyrir drengi í íþróttahúsi
11:15 Bátar – Smiðjan – Íþróttahúsið
12:30 Hádegisverður
13:00 Íþróttahátíð – Bátar og vatnafjör– Íþróttahúsið – Útileikir
16:00 Kaffitími
16:30 Frjáls tími – Hermannaleikur – Bátar – Smiðjan – heitir pottar
19:15 Hátíðarkvöldverður
21:00 Hátíðarkvöldvaka
Kvöldkaffi
Bænastund í kapellu
Sunnudagur
9:00 Vakið
9:30 Fánahylling og morgunverður
10:00 Skógarmannaguðsþjónusta
11:00 Frjáls tími- – Knattspyrna – Bátar – Smiðjan – Íþróttahús
13:00 Hádegisverður / Lokastund
Heimferð
Hvalfjarðardagar
Á sunnudeginum frá kl. 14:00 til kl. 17:00 verður opinn Vatnaskógur sem er hluti af Hvalfjarðardögum og eru allir velkomnir á staðinn þar sem boðið verður uppá báta, gönguferðir, hoppukastala ofl. Í Matskálaum verður hægt að kaupa kaffiveitingar.