Þá er 3. dagur að kveldi kominn í 1. flokki Vatnaskógar og hér eru nokkrar stuttar fréttir og myndir – að sjálfsögðu.

Dagskráin: Ævintýraleikur Vatnaskógar  var í boði þar sem áttu að leysa alls skonar þrautir ólikar og skemmtilegar.  Línur eru teknar að skýrast í knattspyrnunni, en framundan er bikarkeppni sem er úrsláttakeppni í knattspyrnu sem hefur þá nýjung að dregið er í lið. Bátar hafa  verið mikið í gangi. Eftir kvöldmat var kringlukast í boði. Þá var smíðastofan opnuð sem er staðsett í Bátaskýlinu en þar var mikil þátttaka. Poolmót, sokkabolti í íþróttahúsinu, leynifélagið, kassabílarall og margt fleira var gert í dag. Gengur vel fín stemming í hópnum.

Maturinn: Í dag var lasagne í hádegismat og pasta í kvöldmat. Í kaffitímanum var boðið uppá heimabakað brauð og kökur.

Veðrið: Í dag kom skammvinn norðan átt, sólarglæta og lægði með kvöldinu og spáin er hinsvegar góð.

Myndir: Frá 3. degi

Bestu kveðjur, Ársæll