Þá er 1 flokk Vatnaskógar að ljúka, veisludagur var í gær, mikið um hátíðarhöld, leikur milli foringja og úrvalsliðs drengja er alltaf fyrirferðarmikill atburður í hverjum flokki, síðustu íþróttagreinarnar, brekkuhlaup og hástökk einnig var boðið uppá wipoutbraut þar sem menn áttu að leysa nokkrar þrautir á sama tíma og þeir fengu vatnsbað yfir sig. Um kvöldið var síðan boðið upp á veislu og síðan horfði stór hluti hópsins á leik Íslands og Portúgals – þvílík stemming. Síðan var hátíðarkvöldvaka þar sem bikarafhending fór fram auk skemmitatriða og lokalesturs framhaldssögunnar.
Verðrið: Í gær var norð-austan átt ekki hvöss en bátar voru takmarkað lánaðir í dag (miðvikudag) er logn, bjart og frábært veður,
Maturinn: í gær (þriðjudag) skyr í hádegismat, bayonskinnka í kvöldverð í dag (miðvikudag) pizza í hádegismat. Hefðbundin morgunverður og sérbakað í kaffitímum.
Dagurinn í dag: Allt í gangi fyrir hádegi, pakkað e. hádegismat síðan er farið í leik í íþrótthúsinu fram að kaffi kl. 15:00, brottför kl. 16:00 á Holtaveg 28 kl. 17:00.
Bolir (treyjur) merktir Vatnaskógi verða til sölu á Holtavegi við heimkomu.
Nokkrar myndir eru HÉRNA
Bestu kveðjur, úr Vatnaskógi.