IMG_1753Hér koma nokkrar fréttir úr Vatnaskógi. Í dag var frábært veður, farið í ævintýraleik, mikið buslað en sett var upp jakahlaupabraut á vatninu og reyndu margir við hana. Bátar voru líka vinsælir og smiðjan var líka gangi. Íþróttir skipa líka stóran sess og er þar fótboltinn vinsælastur en nú er hafin bikarkeppni, hið víðfræga víðavangshlaup var þeytt en þá hlaupa menn hringinn í kringum vatnið. Heitu pottarnir voru einnig vel nýttir. Á kvöldvökunni voru nokkrir drengir sem sýndu lipra hæfileika. Á morgun er veisludagur með tilheyrandi dagskrá.

Veðrið: Mjög hægur vindur, léttskýjað og hiti um 17°. Gerði þó rigningaskúr um kvöldmatarleytið.

Maturinn: Í dag (miðvikudag) voru ítalskar kjötbollur í hádegismat, blómkálssúpa í kvöldmat.

Myndir: Hér eru þær njótið.

Bestu kveðjur,

Ársæll forstöðumaður