Kærar þakkir fyrir komuna á Sæludaga. Við teljum að hátt í 1000  manns hafi heimsótt Vatnaskóg um helgina.

Fjölmargir dagskrárliðir voru í boði. Meðal annars voru tónleikar og þar sem þau Gréta Salóme og hljómsveitin Omótrax slógu í gegn. Þá var varðeldur tendraður við brekkuna fyrir framan íþróttahús staðarins og tekið hraustlega undir brekkusöng. Ljúffengar veitingar í Café Lindarrjóðri, vatnafjör, öflug unglingadagskrá, brúðuleiksýningin Pétur og úlfurinn sýnt. – og hæfileikasýning barnanna, fræðslustundir fyrir fullorðna,  fjörugar kvöldvökur, guðsþjónusta, grillveisla og ýmislegt fleira.

Gestir á Sæludögum gistu ýmist í tjöldum, húsvögnum eða innandyra en ný herbergi voru tekin í notkun (þótt fullnaðar frágangur sé eftir). Að venju var töluvert um gesti sem komu dagsheimsóknir.

Skógarmenn þakka Sæludagagestum fyrir komuna, og einnig eru öllum sjálfboðaliðum og starfsmönnum sem unnu að undirbúningi, framkvæmd og frágangi hátíðarinnar þakkað kærlega fyrir sitt framlag í að láta hana verða að veruleika.

Þrátt fyrir að hátíðin hafi gengið vel fyrir sig þá er miklvægt að fá viðbrögð sæludagagesta. Hér möguleiki að taka þátt í könnun þar sem hægt er að svara nokkrum spurningum og hjálpa forsvarsmönnum Sæludaga til að gera hátíðina betri og laga það sem betur má fara. Betur sjá augu en auga. – Ítrekum kærar þakkir fyrir komuna.

SÆLUDAGAR 2016 KÖNNUN