Eins og undanfarin ár hafa Skógarmenn KFUM boðið uppá línuhappdrætti. Sala á línum hófst á Sæludögum um verslunarmannahelgina en dregið verður laugardaginn 3. sept. á veislukvöldi Heilsudaga karla. Hámark 500 línur verða seldar en aðeins dregið úr seldum línum.

Hver lína kostar 1.500.-

Hægt er að kaupa línu með því að hafa samband við Ársæl með því að senda tölvupóst: arsaell@kfum.is
Allur ágóði af happdrættinu rennur til byggingar á nýjum svefn – og þjónustuskála í Vatnaskógi en um helgina verður fagnað verklokum á vestasta hluta skálans en þar bætast við 8 herbergi. Framundan verður síðan að ljúka við anddyri og sal hins nýja skála.

Skógarmenn – Áfram að markinu!

Frábærir vinningar:

Flugfarseðill til einhvers af áfangastöðum í Evrópu
Ný Toyota saumavél – í kassanum – frá saumavelar.is
Vikudvöl í Vatnaskógi sumarið 2016
Gjafabréf HÓTEL GLYMUR: 3 rétta kvöldverður gisting, morgunverðarhlaðborð fyrir 2
Dvöl í feðga-eða feðginaflokki í Vatnaskógi 2016 fyrir tvo
2 x Gjafabréf í Einarsbúð Akranesi að upphæð kr. 20.000.-
Hvalaskoðun frá Eldingu
2 x Gjafabréf frá DOMIOS
2 x Hamborgaragjafabréf frá HAMBORGARABÚLLUNNI
2 x Gjafakörfur frá VÍFILFELL (Coke)
3 x KILJUR E. e. Sigurbjörn Þorkelsson
· DÝRÐ SÉ GUÐI SAGA UM BÆRNHERLSU
· ERINDI UM DAUÐANN
· GREINAR TRJÁNNA 8 SMÁSÖGUR
4 x Vatnaskógarbolir 2016
4 x Gjafaöskjur frá NÓA SIRÍUS
10 x Heilsupakkar frá Lýsi