Í dag 13. janúar er séra Jón Dalbú Hróbjartsson fyrrv. prófastur 70 ára. Auk starfa innan kirkjunnar og víðar sem prestur og prófastur í áratugi hefur Jón Dalbú komið mikið að starfi KFUM og KFUK bæði í Vatnaskógi þar sem hann starfaði á yngri árum og víðar. Hann var um tíma formaður félagsins. Afmælisbarnið afþakkaði gjafir en benti á Skálasjóð Skógarmanna til uppbyggingu á Birkiskála II í Vatnaskógi. Í tilefni afmælisins hafa vinir og vandamenn safnað liðlega 300 þús kr. sem mun nýtast vel í því átaki að ljúka við verkefnið Birkiskáli II sem hefur staðið yfir í tíu ár. Kærar þakkir.

Enn er kostur að styðja við verkið að þessu tilefni, og þá hægt að hafa samband við Skrifstofu KFUM og KFUK.